Greiðslufyrirkomulag

Þátttakandi samþykkir greiðslu á námskeiðsgjaldi við skráningu á námskeið og um leið telst skuldbindandi samningur kominn á milli aðila.

Vinsamlega athugið að námskeiðsgjald er innheimt að fullu ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið og ekki verið tilkynnt um forföll að minnsta kosti 48 klukkustundum fyrir námskeið með tölvupósti til Endurmenntunar LBHÍ á netfangið endurmenntun@lbhi.is.

Námskeiðsgjöld eru að jafnaði innheimt áður en námskeið hefst. Greiða má með greiðslukorti við skráningu eða fá greiðsluseðil í netbanka.

Heimilt er að senda annan þátttakanda í sinn stað við forföll og skál láta vita um breytingar með eins góðum fyrirvara og unnt er.

Náist ekki nægur fjöldi þátttakenda á námskeið áskilur Endurmenntun sér rétt til að fresta eða fella niður námskeið.

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.