Aðventuskreytingar

Almennar upplýsingar um námið

Aðventuskreytingarnámskeið Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands hafa notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina. Námskeiðið er opið öllum og hentar þeim sem vilja læra að búa til sínar eigin atventuskreytingar undir handleiðslu fagfólks.

Aðventan er skemmtilegur tími sem er samofinn blómum, greni og jólaskreytingum og allt gert til að undirbúa jólahátíðina og veita smá birtu inn í skammdegið.

Aðventuskreytingarnámskeiðið er byggt upp sem sýnikennsla í bland við verklega kennslu. Settar eru saman í bland einfaldar og flóknari skreytingar sem eiga það sameiginlegt að tengjast aðventunni og jólunum á einn eða annan hátt.

Nemendur fá tækifæri til að setja saman sínar eigin jólaskreytingar undir styrkri handleiðslu fagaðila og taka síðan afrakstur dagsins með sér heim, veglegan krans og 1-2 aðventuskreytingar.

Kennsla: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir blómaskreytir og Valgerður Jóndís Guðjónsdóttir blómaskreytir

Tími: Lau. 20. nóvember, kl. 10:00-16.00 hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi

Verð: 34.o00 kr. – Innifalið í verði er leiðsögn tveggja sérhæfðra blómaskreytar, allur efniskostnaður, hádegisverður og kaffiveitingar.

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.