„Fjögur brúðkaup og jarðarför!”

Almennar upplýsingar um námið

Námskeiðið er ætlað faglærðum blómaskreytum og þeim sem hafa nokkra reynslu af blómaskreytingum sem og annarri hönnunarvinnu. Kennsla fer fram á ensku og að mestu er um verklega kennslu að ræða.

Tveggja daga handverksnámskeið þar sem mikil áhersla er lögð á mismunandi tækni og verklag þegar kemur að skreytingum. Mikil áhersla verður lögð á að tengja saman fræðin við hinn verklega hluta.

Fyrri daginn verður fjallað um helstu stefnur og strauma þegar kemur að brúðkaupsskreytingum. Hvernig er best að undirvinna brúðkaupsskreytingar og hvaða efnivið er best að velja. Hvað er það sem gerir brúðkaupsskreytingar einstakar og hvaða fylgihluti er hægt að nýta til að ná fram þessum auka áhrifum og hrifningu sem sótt er í.

Seinni dagurinn verður fjallað um útfaraskreytingar dagsins í dag með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvæna nálgun í samsetningu og hönnun. Fjallað verður um nýjungar í samsetningu og vali blóma. Hvernig er hægt að nýta efniviðinn sem best og hvað þarf að huga að þegar við verðleggjum okkar eigið handverk. Hvað getum við gert sem blómahönnuðir til að koma til móts við okkar viðskiptavinu sem kalla eftir umhverfisvænni og sjálfbærri hönnun?

Í gegnum námskeiðið verður einnig fjallað um notkun samfélagsmiðla við markaðssetningu og sölu á eigin handverki. Gefin verða góð ráð varðandi myndatökur á eigin síma og hvernig hægt er að koma sér á framfæri á samfélagsmiðlum. Æskilegt er því að nemendur hafi komið sér upp reikningum á samfélagsmiðlum áður en námskeiðið hefst og taki með sér myndavél eða síma með myndavél á námskeiðið til að prófa sig áfram.

Kennsla: Sara-Lisa Ludvigsson blómaskreytir.

Sara-Lisa er fædd í Svíþjóð og kláraði nám í blómaskreytingum frá garðyrkjuskóla í Norrköping, fór síðan í framhaldsnám við háskólanum í Mölndal í Svíþjóð og útskrifaðist þaðan sem blómaskreytingarkennari. Sara-Lisa hefur unnið víða við blómaskreytingar og frá árinu 2016 hefur hún rekið sitt eigið fyrirtæki þar sem hún sér um minni sem stærri skreytingarverkefni, heldur námskeið heimavið og um allan heim, tekur þátt reglulega í hinum ýmsu blómasýningum og kennir við blómaskreytingarskóla í Svíþjóð. Þá hefur Sara-Lisa tekið þátt í ýmsum blómaskreytingarkeppnum en hefur meira unnið sem dómari síðustu misserin, enda að eigin sögn sé hún ekki uppfull af keppnisþrá.

Sara-Lisa sækir innblástur víða og m.a. í sinn fyrsta kennara, Ulla Akesson, en þar lærði Sara-Lisa að sköpunargleði hefur engan eiginlegan aldur eða líftíma, sköpunarferlið hefur ekkert upphaf og engan endi. Við það að vera virk í kennslu þá um leið hafa nemendur haft mikil áhrif á Söru-Lísu, nemendur gera kröfu um að kennari sé alltaf á tánum og tilbúinn að miðla nýjustu þekkingu. Sara-Lísa leggur því mikla áherslu á eigin starfsþróun og nýjungar.

Sara-Lisa á Facebook

Tími:

Verð:

Umsókn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.