Almennar upplýsingar um námið
Haldið í samstarfi við Ferðafélag Íslands
Námskeiðið er opið öllum og hentar bæði þeim sem vilja stunda fjallgöngur sem og þeim sem vilja stunda almenna útivist. svo sem utanvegahlaup, fjallaskíðamennsku, vélsleðaferðir eða jeppaferðir.
Á námskeiðinu verður almenn grunnnotkun á GPS-handtækjum kennd, meðal annars stillingar tækisins, hvað beri að varast, töku vegpuntka, gerð leiða og ferla. Þá verða grunnatriði Wickilocks og Garmin forritanna einnig kennd sem gagnast vel þeim sem stunda útivist.
Þátttakendur æfa sig í að finna punkta og setja þá inn í tækin og merkja út á korti. Á seinni degi námskeiðsins fá þátttakendur síðan að spreyta sig á útiverkefni til að læra að nýta tækið á réttan hátt.
Hjalti Björnsson leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands kennir á námskeiðinu og er hann einn reyndasti leiðsögumaður landsins.
Fyrri daginn fer kennsla fram hjá LbhÍ á Keldnaholti þar sem nemeudum er kennt á grunnotkun tækisins og síðari daginn er útiverkefni undir leiðsögn í útivistarparadísinni við Úlfarsfell og Reynisvatn. Þátttakendur eru beðnir um að klæða sig eftir veðri seinni daginn.
Þátttakendur komi einnig með sín eigin GPS tæki.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 10.
Kennsla: Hjalti Björnsson leiðsögumaður og kennari
Tími:
Verð: (Kennsla og kaffi er innifalið í verði)
Hagnýtar upplýsingar: Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám.
Umsókn
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590
