Grænni skógar

Almennar upplýsingar um námið

Námskeiðaraðirnar Grænni skógar I og Grænni skógar II eru skógræktarnám ætlað fróðleiksfúsum skógarbændum og áhugasömum skógræktendum sem vilja auka þekkingu sína og ná betri árangri í skógrækt. Námið er metið til eininga á framhaldsskólastigi og lýkur með sérstakri viðurkenningu frá LbhÍ. Jafnframt er námið sniðið að þörfum vinnandi fólks. Allir sem áhuga hafa geta hafið nám í Grænni skógum I en æskilegt er að fólk hafi lokið Grænni skógum I eða sambærilegu námi áður en það skráir sig í Grænni skóga II.

Grænni skógar I er þriggja ára nám eins og Grænni skógar II. Að jafnaði eru haldin tvö til þrjú helgarnámskeið á Grænni skógum I, en tvö helgarnámskeið á Grænni skógum II á hverri önn og skiptast þau niður í fyrirlestra og verklega tíma. Vettvangsferðir eru stór hluti af kennslunni. Hver þátttakandi tekur u.þ.b. 15 námskeið á Grænni skógum I og u.þ.b. 12 námskeið á Grænni skógum II. Námskeiðin eru haldin á mismunandi stöðum. Þau eru sérsniðin að sérstöðu landshlutanna, sem gefur náminu aukið gildi og sérhæfingu.

LbhÍ sér um framkvæmd námsins í samstarfi við Landssamtök skógareigenda, félög skógarbænda í viðkomandi landsfjórðungi, Skógræktina og Landgræðslu ríkisins.

Hver námskeiðaröð er bundin við ákveðinn landsfjórðung og er miðað við um 25 manna hópa. Helgarnámskeið er frá kl. 16 -19 á föstudögum og kl. 9 – 16 næsta dag.

Verkefnisstjóri: Björgvin Örn Eggertsson skógfræðingur – bjorgvin@lbhi.is

Kennsla: Ýmsir sérfræðingar

Tími: Auglýst síðar

Verð:

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.