Hagnýt stjórnun

Almennar upplýsingar um námið

Námskeiðið er sérlega ætlað búfjáreigendum, blóma- og grænmetisframleiðendum, frumkvöðlum í  matvælatengdum greinum og nemendum við Landbúnaðarháskóla Íslands. 

Á námskeiðinu verður farið er yfir helstu kenningar og hugtök í stjórnunarfræðunum og leitast við að veita nemendum innsýn í störf stjórnenda, mikilvægi hlutverks stjórnenda í rekstri og áætlanagerð, stjórnun mannauðs, nýsköpun og vöruþróun og markaðssetningu.

Nemendur fá tækifæri til að skoða og þróa þekkingu sína og skilning á leiðtogahlutverkinu, læra um muninn á stjórnanda og leiðtoga og hvað stjórnendur þurfi helst að hafa í huga í störfum sínum.Fjallað verður um forystuhlutverk stjórnandans, markmiðasetningu og áætlanagerð, samskipti og samskiptatækni, stjórnun mannauðs sem og hagnýt atriði við stjórnun teyma og praktískar aðferðir og leiðir til að sinna stjórnendastarfinu með árangursríkum hætti. 

Áhersla verður lögð á að nemendur öðlist fræðilega þekkingu á starf stjórnandans í hröðu og síbreytilegu umhverfi, eðli þess og áskoranir. Kynnt verður fyrir nemendum ýmis verkefni sem stjórnendur inna af hendi og fá nemendur að heyra reynslusögur frá aðilum í landbúnaði, garðyrkju, matvælaframleiðslu og útflutningi.

Nýttir verða fjölbreyttir kennsluhættir með það að markmiði að ýta undir áhuga virkni og þátttöku nemenda.

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á framhaldsskóla stigi og má meta til 2 framhaldsskólaeininga.

Kennari: Áshildur Bragadóttir viðskiptafræðingur og Endurmenntunarstjóri hjá Landbúnaðarháskóla Íslands

Kennsla: Fjarkennsla frá 14. júní til 02. júlí 2021

Verð: 3.000 kr.

Skoða má öll þau námskeið sem falla undir sumarúrræði stjórnvalda 2021 hér

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.