Umsókn
Á þessu námskeiði eru grunnatriði þjálfunarlífeðlisfræðinngar tekin fyrir og helstu aðferðir við þjálfun og uppbyggingu hesta kynntar. Farið er yfir orkuefnaskipti og orkubúskap vöðvanna við þjálfun og ítarlega fjallað um áhrif þjálfunar á öndunarfæri, hjarta- og æðakerfi, beinagrindarvöðva, bein, liði og sinar. Einnig eru aðferðir til að meta þjálfunarástand hesta kynntar fyrir nemendum.
– Ath. Námskeiðið hentar mjög vel öllum sem hafa lokið námi í búfræði, búvísindum og/eða eru með annan líffræði grunn en getur reynst erfitt þeim sem ekki hafa tekið námskeið í líffæra- og lífeðlisfræði og/eða lífefnafræði. –
Að námskeiði loknu eiga nemendur að geta gert grein fyrir orkuefnaskiptum í líkamanum, skýrt áhrif þjálfunar á beinagrindarvöðva, bein lið og sinar og skilja og geta gert grein fyrir virkni og uppbyggingu hjarta og lungna sem og þau áhrif sem þjálfun hefur á þessi líffæri.
Nemendur eiga einnig að geta gert grein fyrir helstu kostum og göllum þjálfunaraðferða s.s. hefbundinnar sund-, hlaupabretta- og lotuþjálfunar og geta útskýrt ýmis hugtök og samspil þeirra; súrefnisupptaka, mjólkursýra og loftháð og loftfirrt öndun.
Nemendur geta nýtt þekkinguna úr námskeiðinu við þjálfun hesta og vita hvernig má meta þjálfunarástand þeirra út frá prófunum, s.s. hjartsláttarmælingum og mjólkursýrumælingum.
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og kennt á seinni haustönn (17. okt – 3. des). Bóklega kennslan er í fjarnámi en skyldumæting er í verklega tíma. Stundaskrá er kynnt þegar nær dregur námskeiði eða um miðjan september.
Námsmat er 20% skriflegt verkefni, 10% kennaraeinkunn og 70% skriflegt lokapróf.
Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í BS nám í Hestafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Námskeiði er metið til 4 ECTS eininga.
– Ath. takmarkaður fjöldi plássa er í boði á námskeiðið og greiða þarf námskeiðsgjald við skráningu til að tryggja sér pláss –
Kennari er Sonja Líndal Þórisdóttir dýralæknir, hrossaræktandi og reiðkennari.
Staður: Í fjarkennslu með mætingarskyldu í verklega tíma. Upptökur af fyrirlestrum
aðgengilegir á kennsluvef skólans
Tími: Kennsla hefst um miðjan október og lýkur um mánaðarmótin nóv/des (7 vikna námslota)
Verð: 44.000 kr.
– Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið á háskólastigi –
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590