Við Landbúnaðarháskóla Íslands er rekin öflug endurmenntunardeild sem hefur stækkað jafnt og þétt – og er með námskeið um allt land.
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Áhersla er lögð á að bjóða eingöngu upp á góð námskeið með innlendum og erlendum fyrirlesurum sem eru fremstir á sínu sviði. Þá er ekki síður lögð áhersla á að hafa góð samskipti við fagfélög, fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.
Endurmenntun LbhÍ býður upp á styttri sem lengri námskeið sem henta fólki í fullri vinnu. Ávallt eru ákveðnir áfangar í staðarnámi við skólann opnir fyrir þá sem vilja endurmennta sig á ákveðnum sviðum. Þetta getur verið kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja bæta við sig einingum og jafnvel ljúka námi.
Endurmenntun LbhÍ býður fyrirtækjum og stofnunum að sérsníða ná fyrir starfsfólkið.
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590