Reiðmaðurinn II

Reiðmaðurinn II

Athugið að ekki er tekið við umsóknum í Reiðmanninn II veturinn 2021-2022 vegna breytinga á skipulagi námsins

Reiðmaðurinn II er tvær annir, haustönn og vorönn, og byggist á 8 vinnuhelgum (fjórar á hvorri önn). Reiðmaðurinn II  er framhald af Reiðmanninum I og verða nemendur að hafa lokið Reiðmanninum I til að hljóta inngöngu í Reiðmanninn II.

Námskeiðið er byggt upp á námi í reiðmennsku og er metið til samtals 17 eininga á framhaldsskólastigi  og lýkur námskeiðsröðinni með sérstakri viðurkenningu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Slík einingagjöf metur þá heildarvinnu sem ætlast er til að nemendur leggi fram og er háð því að nemendur hafi sótt 90% verklegra tíma í staðarnámi og standist námsmat. Að baki hverrar einingar er gert ráð fyrir 3 heilum vinnudögum nemandans, hvort sem um er að ræða fyrirlestra, verklega tíma eða heimanám. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.

Í Reiðmanninum II er haldið áfram að vinna með liðkandi og styrkjandi æfingar bæði við hendi og á baki, og að auki færist áherslan ítarlegar að því að vinna með líkamsbeitingu hestsins og að nemendur öðlist skilning á hreyfifræði og þjálffræði hestsins. Farið er í orsakir og afleiðingar misstyrks, unnið með mikið af æfingum tengdan því, og áfram í að kenna hestinum og knöpum safnandi æfingar.

Ítarlega er farið í þjálfun yfirlínu, og enn frekari tækniþjálfun við samspil hvetjandi og hamlandi ábendinga.

Mikilvægt er að nemendur sem koma inn í Reiðmanninn II séu með hest sinn á því róli í þjálfun sinni sem skilið var við í Reiðmanninum I og að grunnforsendur séu fyrir því að halda áfram þjálfun á þeim stað sem frá var horfið.

Endurmenntun Lbhí mun halda sérstakt undirbúningsnámskeið fyrir nemendur sem áhuga hafa fyrir Reiðmanninn II áður en námstímabilið hefst að hausti hvers árs og er nánar auglýst þegar þar að kemur. Þar gefst nemendum kostur á upprifjun, og að þreifa fyrir sér með hest inn í áfangann ef þurfa þykir.

Bóklegi hlutinn byggist á því efni sem farið er í á verklegum helgum, þjálfun og reiðmennska í breiðu samhengi. Ítarlega er rætt um líkamsbeitingu hestsins, misstyrk og vandamál honum tengd, þjálfunarlíffræði, áfram um heilsufræði og að nemendur öðlist innsýn í keppni og regluverk henni tengt ásamt kynbótastarfi.

Eftir Reiðmanninn II á nemandi að hafa öðlast færni í eftirfarandi atriðum:

– Nemandi hefur vald á þeim æfingum sem búið er að fara í og skilning á notkun þeirra við að
bæta jafnvægi og burð gangtegunda
– Sveigður krossgangur á hring. Færa aftuhluta út úr hringnum
– Nemandinn hefur gott vald á framhluta hestsins og getur stillt hestinn og sveigt til hægri og vinstri
– Nemandinn getur riðið opinn sniðgang með virka afturfætur amk á feti
– Hesturinn skilur forsendur söfnunar og hægt er að ríða honum á vinnuhraða á feti, léttum
og sjálfberandi í hvelfdum líkamsburði
– Hægt er að ríða hestinum við taum á brokki, stökki og/eða tölti
– Nemandinn hefur vald á að ríða hraðabreytingar á tölti og brokki
– Nemandinn hefur öðlast innsýn og æfingu í reið við íslenskar stangir
– Að nemandi geti haft áhrif á líkamsburð hestsins á gangtegundum, og notað þjálfun í
mismunandi höfuðburði við þjálfunina
– Léttleiki í samspili ábendinganna, hvatningar og hömlunar og að hesturinn sé öruggur á milli ábendinganna
– Hestur og knapi skilji forsendur söfnunar
– Að nemendur skilji notkun íslenskra stangaméla og fái æfingu í notkun þeirra
– Þekking og færni í að setja upp sýningu fyrir gangtegundakeppni
– Færni í að ríða fimiverkefni
– Færni í að nýta þær æfingar sem hann hefur lært í náminu til þessa til að bæta hestinn
– Þekking á virkni og forsendum fyrir lokaðan sniðgang og afturfótasnúning
– Færni í að hafa stjórn á ytri hlið hestsins með æfingum eins og lokuðum sniðgangi,
afturfótasnúningi eða minnka baug
– Færni í að ríða hesti á yfirferð, tölt og/eða skeið
– Nemandi getur greint vandamál og hefur þekkingu og verklagni til þess að leysa úr þeim

Nánari upplýsingar um skipulag námsins, námsmat, undirbúningskröfur, kostnað og fleira er að finna hér fyrir neðan og mikilvægt að kynna sér þær upplýsingar vel áður en gengið er frá umsókn.

Skipulag námsins

Námskeiðsröðin, Reiðmaðurinn, er byggð upp á svipaðan hátt og önnur námskeið á vegum Endurmenntunar LbhÍ, með markvissum verklegum tímum en við bætist bóklegur hluti í gegnum fjarnámsvef skólans, Uglu.

Samskipti nemenda og skóla eru í megindráttum í gegnum netið. Því er mikilvægt að allir séu vel kunnugir slíkum samskiptum.

Verklegir námshlutar í hverjum hluta grunnnáms reiðmannsins eru kenndir á námskeiðum, átta helgar frá september fram í apríl, (fjórar vinnuhelgar á hvorri önn).

Innan verklega hlutans er fyrst og fremst vinna með eigin hest. Unnið er að jafnaði frá 14:00-18:00 á föstudögum og frá 8:00-17:00 laugardögum og sunnudögum en tíminn getur verið breytilegur eftir aðstæðum. Mismunandi er hvort unnið er í hópum eða lagt upp með einstaklingstíma, allt eftir viðfangsefninu.

Lögð er mikil áhersla á að samnemendur fylgist með og læri af hver öðrum og jafnframt er mikil áhersla lögð á markvissa heimavinnu milli námskeiðshelga.

Mat er lagt á vinnu og framfarir nemandans yfir námstímann.

Bóklegi hlutinn er kenndur í fjarnámsformi þar sem námsefnið er aðgengilegt á fjarnámsvef skólans og fyrirlestrar og/eða sýnikennslur fara fram á vefnum með reglulegu millibili yfir námstímann.

Ef nauðsynlegt þykir að færa til verklegar helgar, s.s. vegna veðurs eða annarra óviðráðanlegra orsaka, áskilur Endurmenntun LbhÍ sér rétt til þess að gera það, í samráð við verklegan kennara.

Nánara skipulag námsins er kynnt við upphaf hvers áfanga.

Innritun - Upphaf náms

ATH. Ekki er tekið við umsóknum í Reiðmanninn II veturinn 2021-2022

Sótt er um námið á rafrænan hátt í gegnum heimasíðu LbhÍ. Óskað er sérstaklega eftir því að fólk tilgreini reynslu sína af hrossum, þátttöku í hrossatengdum námskeiðum og komi aðeins inn á hrossaeignina í athugasemdadálki í umsóknarferlinu.

Umsóknafrestur er til og með 15. júní 2021. Mikilvægt er að hafa í huga að ekki er tekið við umsóknum eftir að umsóknarfrestur er liðinn.

Farið verður farið yfir umsóknirnar að umsóknarfresti loknum og ef þátttakandur uppfylla skilyrði og næg þátttaka er á hverjum stað (12-14 knapar) fá nemendur staðfestingu á netfang sem fylgdi umsókninni.  Skilyrði er að þátttakendur hafi góðan aðgang að hrossum og þeir sem hafa mikla reynslu af hestamennsku ganga fyrir. Einnig er tekið tillit til aldursdreifingar og kynjahlutfalls, miðað við umsóknir sem berast.

Nánari upplýsingar um námið veitir Hinrik Þór Sigurðsson verkefnastjóri Reiðmannsins í síma 843 5377 og/eða á netfanginu hinrik@lbhi.is

Námsmat

Bóklegt. Námsefni bóklega hluta reiðmannsins í hverjum áfanga fyrir sig er aðgengilegt á fjarnámsvef skólans Canvas.

Bóklega efnið fylgir í megindráttum verklega hluta námsins en að auki er farið á breiðum grunni í ýmist efni tengt hestahaldi, fóðrun og hirðingu, kynbótum, heilsufræði og fleira.

Á hverri önn fyrir sig er nemendum sett fyrir tvö verkefni úr námsefni annarinnar. Verkefnin eru sett inn á kennsluvefinn og hafa nemendur fyrirfram ákveðinn tíma til að leysa verkefnin og skila inn á kennslusíðu áfangans.

Í hverjum mánuði á meðan á námstímanum stendur eru bóklegir tímar á netinu með reiðkennurum Reiðmannsins I og þeir fara fram gegnum Teams fjarskiptakerfið.

Einkunn bóklega hluta hverrar annar samanstendur af meðaleinkunn þessara tveggja verkefna.

Verklegt. Stöðumat fer fram einu sinni á önn. Fyrirkomulag námsmatsins er breytilegt eftir viðfangsefnum hverrar annar. Í lok hverrar annar er samræmt námsmat og staðlað verkefni.

Undirbúningskröfur

Að nemendur hafi lokið Reiðmaninnum I frá Endurmenntun LBHÍ.

Auk þess þurfa nemendur  að hafa áhuga á hestamennsku og eiga eða hafa góðan aðgang að hestum sem henta í námið.

Nemendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi nokkra þjálfun í tölvunotkun og séu m.a. kunnugir ritvinnslu- og töflureikniforritum og vanir að nota tölvupóst og vafra.

Nám í Reiðmanninum I og haldbær reynsla í reiðmennsku, og hestahaldi er krafa og frekari reynsla af iðkun hestamennsku,  þjálfun og keppni í er kostur.

Kröfur um tölvukost

Til að taka þátt í náminu verður nemandinn að hafa aðgang að tölvu með tengingu við Internetið. Nemandi þarf að hafa aðgang að ritvinnsluforriti og töflureikniforriti eins og t.a.m. word og excel. Þá er nauðsynlegt fyrir nemanda að hafa virkt netfang og gott að hafa aðgang að Facebook.

Reiðtygi

 • Viðurkenndur reiðhjálmur
 • Reiðskór eða reiðstígvél
 • Hnakkur með viðurkennd ístöð
 • Beisli m/hringamél, stangamél
 • Reiðmúlar enskur og þýskur
 • Reiðtaumar
 • Snúrumúll og kaðall
 • Taumhringsgjörð og taumar
 • Pískur og hringtaumskeyri
 • Hafa aðganga að helstu járningarverkfærum og tamningaaðstöðu, s.s. hringgerði eða öðru afmörkuðu rými til þjálfunar.
 • Geta útvegað viðeigandi skeifur og hófhlífar.

Hestakostur

Áhersla er lögð á að nemandi komi með öruggan, spennulausan og vel þjálfaðan hest með hreinar grunngangtegundir og tölt.

Æskilegt er að viðkomandi hafi sama hestinn allt námið og stundi markvisst heimanám á milli verklegra helga, þ.e. hafi hann á húsi allan námstímann. Æskilegt getur verið að hafa annan hest á húsi og þjálfa samhliða til að nýta enn betur þá þekkingu og reynslu sem viðkomandi fær í gegnum námið.

LbhÍ hefur rétt til þess að hafna hesti uppfylli hann ekki ofangreindar kröfur.

Tryggingar

Nemendur sjá sjálfir um allar tryggingar. Krafa er gerð um að allir nemendur séu tryggðir en hver og einn velur hvort viðkomandi hross sé tryggt. LbhÍ og viðkomandi staðahaldari ber ekki ábyrgð á hrossum nemenda.

Kostnaður við Reiðmanninn II veturinn 2022-2023

Reiðmaðurinn II er ekki kenndur veturinn 2021-2022. Nánari upplýsingar um verð fyrir veturinn 2022-2023 verður birtur í hér í maí 2022.

 

   

 

Reiðmannshópar fyrr og nú

Framhaldshópar

 • Selfoss  – haust 2020 – reiðkennari verður Sigríður Pjetursdóttir
 • Hafnarfjörður – haust 2020 – reiðkennari verður Atli Guðmundsson
 • Kópavogur – haust 2020 – reiðkennari verður Snorri Dal
 • Mosfellsbær – haust 2020 – reiðkennari verður Halldór Guðjónsson

 • Hafnarfjörður – sept 2019 til feb 2020 – reiðkennari var Hinrik Þór Sigurðsson
 • Miðfossar í Borgarfirði – nóv 2019 til maí 2020 – reiðkennari var Gunnar Reynisson

Reiðmannshópar 2020-2022

 • Kópavogur – Hestamannafélagið Sprettur – reiðkennari er Hekla Katharína Kristinsdóttir
 • Hafnarfjörður – Hestamannafélagið Sörli – reiðkennari er Ásta Björnsdóttir
 • Flúðir hópur 1 – Reiðhöllin á Flúðum – reiðkennari er Þórarinn Ragnarsson
 • Flúðir hópur 2 – Reiðhöllin á Flúðum – reiðkennari er Ragnhildur Haraldsdóttir
 • Akureyri – Hestamannafélagið Léttir – reiðkennari er Reynir Atli Jónsson

Reiðmannshópar 2019-2020

 

 • Kópavogur – Hestamannafélagið Sprettur – reiðkennari er Hanna Rún Ingibergsdóttir
 • Mosfellsbær – Hestamannafélagið Hörður – reiðkennari á fyrsta ár var Ísleifur Jónasson og á seinna ári er reiðkennari Haukur Bjarnason
 • Hella – Hestamannafélagið Geysir – reiðkennari á fyrsta ári var Sigvaldi Lárus Guðmundsson og á seinna ári er reiðkennari Ísleifur Jónasson

Reiðmannshópar 2018-2020

 • Kópavogur 1 – Hestamannafélagið Sprettur – reiðkennari var Hekla Katharina Kristinsdóttir
 • Kópavogur 2 – Hestamannafélagið Sprettur – reiðkennari var Atli Guðmundsson
 • Hafnarfjörður – Hestamannafélagið Sörli – reiðkennari var Hinrik Þór Sigurðarson
 • Selfoss – Hestamannafélagið Sleipnir – reiðkennari var Trausti Þór Guðmundsson

Reiðmannshópar 2017-2019

 • Borgarnes 1 – Faxaborg Borgarnesi – reiðkennari var Ísleifur Jónasson
 • Borgarnes 2 – Faxaborg Borgarnesi – reiðkennari var Ólafur Andri Guðmundsson
 • Mosfellsbær – Hestamannafélagið Hörður – reiðkennari var Hinrik Þór Sigurðsson
 • Krókur í Ásahreppi – reiðkannari var Reynir Örn Pálmason

Reiðmannshópar 2016-2018

 • Kópavogur – Hestamannafélagið Sprettur – reiðkennari var Hinrik Þór Sigurðsson
 • Selfoss – Hestamannafélagið Sleipnir – reiðkannari var Sigvaldi Lárus Guðmundsson

Reiðmannshópar 2015-2017

 • Hafnarfjörður – Hestamannafélagið Sörli – reiðkennari var Halldór Guðjónsson á fyrra ári og á seinna ári var reiðkennari Þórdís Anna Gylfadóttir
 • Flúðir – Hestamannafélagið Smári – reiðkennari var Ísleifur Jónasson
 • Krókur í Ásahreppi – reiðkennari var Reynir Örn Pálmason

Reiðmannshópar 2014-2016

 • Kópavogur – Hestamannafélagið Sprettur – reiðkennari var Heimir Gunnarsson
 • Selfoss – Hestamannafélagið Sleipnir – reiðkennari var Þórdís Erla Gunnarsdóttir

Reiðmannshópar 2013-2015

 • Reykjavík, Víðidalur – Hestamannafélagið Fákur – reiðkennari var Anna Valdimarsdóttir á fyrra ári og á seinna ári var reiðkennari Heimir Gunnarsson
 • Mosfellsbær – Hestamannafélagið Hörður – reiðkennari var Halldór Guðjónsson

Reiðmannshópar 2012-2014

 • Reykjavík, Víðidalur – Hestamannafélagið Fákur – reiðkennari var Halldór Guðjónsson
 • Flúðir – Hestamannafélagið Smári – reiðkennari var Reynir Örn Pálmason
 • Selfoss – Hestamannafélagið Sleipnir – reiðkennari var Þórdís Erla Gunnarsdóttir
 • Miðfossar – reiðkennari var Heimir Gunnarsson
 • Akureyri – Hestamannafélagið Léttir – reiðkennari var Erlingur Ingvason

Reiðmannshópar 2011-2013

 • Reykjavík, Víðidalur – Hestamannafélagið Fákur – reiðkennari var Anna Sigríður Valdimarsdóttir
 • Hella – Hestamannafélagið Geysir – reiðkennari var Reynir Örn Pálmason

Reiðmannshópar 2010-2012

 • Hafnarfjörður – Hestamannafélagið Sörli – reiðkennari var Halldór Guðjónsson
 • Flúðir – Hestamannafélagið Smári – reiðkennari var Ísleifur Jónasson
 • Borgarnes – reiðkennari var Heimir Gunnarsson
 • Akureyri – Hestamannafélagið Léttir – reiðkennari var Erlingur Ingvason
 • Egilsstaðir, Iðavellir – Hestamannafélagið Freyfaxi – reiðkennari var Reynir Örn Pálmason

Reiðmannshópar 2009-2011

 • Dalland, Mosfellsbæ – reiðkennari var Halldór Guðjónsson
 • Hella – Hestamannafélagið Geysir – reiðkennari var Ísleifur Jónasson

Reiðmannshópar 2008-2010

 • Miðfossar, Borgarfirði – hópur 1 – reiðkennari var Reynir Aðalsteinsson
 • Miðfossar, Borgarfirði – hópur 2 – reiðkennari var Reynir Aðalsteinsson
 • Miðfossar, Borgarfirði – hópur 3 – reiðkennari var Reynir Aðalsteinsson
 • Miðfossar, Borgarfirði – hópur 4 – reiðkennari var Reynir Aðalsteinsson

Umsjónarmenn

Hinrik Þór Sigurðsson

Verkefnastjóri og reiðkennari

hinrik@lbhi.is Sími: 843 5377

Hinni er reiðkennari og tamningamaður með áralanga reynslu. Hinni heldur utan um Reiðmannsnámið hjá skólanum, sem kennt er vítt og breitt um landið.

 

Hinrik Þór Sigurðsson

Verkefnastjóri

Veitir nánar upplýsingar um námskeiðaröðina Reiðmannin í síma 843 5377 og/eða á netfanginu hinrik@lbhi.is

 

Hinrik Þór Sigurðsson

Verkefnastjóri

Veitir nánar upplýsingar um námskeiðaröðina Reiðmannin í síma 843 5377 og/eða á netfanginu hinrik@lbhi.is