Skapandi göngur og sjónrænir þættir

Fyrir þá sem vilja læra að njóta þeirra sjónrænu þátta sem umlykja okkur í íslensku landslagi

Uppbygging ferðamannastaða

Fyrir þá sem koma að skipulagi, hönnun, framkvæmdum og umsjón ferðamannastaða

Æðarrækt og æðardúnn

Fyrir þá sem hafa áhuga á æðarrækt og vilja öðlast réttindi sem dúnmatsmenn –
Næsta námskeið er 10. apríl og er fjarfundanámskeið sem fram fer á Teams 

Kræklingatínsla og kræklingaveisla

Fyrir þá sem vilja læra að tína og verka krækling og matreiða veislumáltíð úr honum

Jurtalitun

Fyrir þá sem vilja læra handverkið við jurtalitun og hvenær best er að týna litunarjurtir

Matjurtaræktun í köldum gróðurhúsum

Fyrir þá sem vilja læra allt um ræktunarmöguleika í köldum gróðurhúsum

20 ára reynsla um allt land

Endurmenntun LbhÍ býður upp á styttri sem lengri námskeið sem henta fólki í fullri vinnu. Ávallt eru ákveðnir áfangar í staðarnámi við skólann opnir fyrir þá sem vilja endurmennta sig á ákveðnum sviðum. Þetta getur verið kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja bæta við sig einingum og jafnvel ljúka námi.

Endurmenntun LbhÍ

Áhersla er lögð á að bjóða eingöngu upp á góð námskeið með innlendum og erlendum fyrirlesurum sem eru fremstir á sínu sviði. Þá er ekki síður lögð áhersla á að hafa góð samskipti við fagfélög, fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.