Námskeið um meðferð varnarefna

Almennar upplýsingar um námið

Haldið af Landbúnaðarháskóla Íslands í samstarfi við Umhverfisstofnun, Vinnueftirlitið og Landssamtök meindýraeyða.

Námskrá námskeiðsins byggist á ákvæðum í reglugerð um meðferð varnarefna.Námskeiðið skiptist í þrjá hluta, þar sem hver um sig stendur sjálfstætt og sett upp fyrir eftirfarandi markhópa:

-> Þá sem hyggjast gerast ábyrgðarmenn í markaðssetningu varnarefna

-> Þá sem hyggjast nota varnarefni í landbúnaði og garðyrkju, þ.m.t. garðaúðun

-> Þá sem hyggjast nota varnarefni við eyðingu meindýra

Allir þrír hlutarnir eru kenndir samhliða í nokkuð samfelldri lotu. Athugið að sá hluti sem ætlaður er þeim sem hyggjast gerast ábyrðarmenn í markaðssetningu varnarefna er innifalinn í báðum hinum hlutunum.

Þeir sem uppfylla skilyrði til þess að geta sótt um notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum til þess að nota í landbúnaði og garðyrkju eða notendaleyfi fyrir útrýmingarefnum til  eyðingar meindýra og vilja bæta við sig þeim hluta sem vantar upp á, þurfa ekki að taka sameiginlegan hluta námskeiðsins og verða ekki prófaðir aftur úr honum.

Bókleg kennsla fer fram hjá LbhÍ að Keldnaholti í Reykjavík, hægt verður að taka hluta námsins í fjarnámi, þ.e. fyrirlestrar verða teknir upp og lagðir út á námsvef skólans, þar sem nemendur munu geta hlustað á fyrirlestrana. Verkleg kennsla fer fram í og við skólahúsnæðið og því verður sá hluti ekki aðgengilegur á vefnum.

Fyrir ábyrgðarmenn í markaðssetningu varnarefna

Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi til að gerast ábyrgðarmenn í markaðssetningu varnarefna.

Fjallað verður um helstu varnarefni, notkun þeirra og varnir. Þá verður fjallað um vinnuvernd og viðbrögð við eitrunum bæði á menn og umhverfi. Komið verður inn á það hvernig hægt er að lágmarka áhættu við meðferð varnarefna og fjallað um helsta varnarbúnað.

Námsmat: Fjölvalsspurningapróf verður lagt fyrir mán. 11. mars. Nemandi skal að lágmarki fá 7,0 í einkunn fyrir námshlutann. Þeir sem standast próf fullnægja skilyrðum Umhverfisstofnunar til þess að gerast ábyrgðarmenn í markaðssetningu varnarefna.

Kennsla: Björn Gunnlaugsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, Friðrik Daníelsson verkefnastjóri hjá Vinnueftirlitinu, Guðborg Auður Guðjónsdóttir lyfjafræðingur og sérfræðingur í klínískri eiturefnafræði við HÍ, Helga Ösp Jónsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og Svava Þórðardóttir lyfjasérfræðingur hjá HÍ.

Tími: Einn og hálfur dagur s hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík

Verð: 30.700 kr

Vegna notkunar í landbúnaði og garðyrkju

Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vilja öðlast notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörur vegna notkunar í landbúnaði og garðyrkju, þar með talin garðaúðun.

Farið verður yfir helstu skaðvalda sem við er að eiga í ræktuninni. Hvaða úrræði eru möguleg til að verjast þeim óværum sem við er að eiga. Sagt verður almennt frá samsetningu varnarefna og verkun þeirra og hvernig megi nota þau á sem tryggastan hátt.
Kynnt verða lög og reglugerðir er varða notkun á efnum í þessum hættuflokkum. Farið í hvers konar tæki eru notuð til úðunar, dreifingar og skömmtunar á varnarefnum, ásamt útskýringum á virkni og meðferð tækjanna.

Námsmat: Fjölvalsspurningapróf verður lagt fyrir mán. 11. mars. Nemandi skal að lágmarki fá 7,0 í einkunn fyrir hvern matshluta. Þeir sem standast próf fullnægja skilyrðum Umhverfisstofnunar til þess að sækja um notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörur vegna notkunar í landbúnaði og garðyrkju.

Kennsla: Bjarni Þór Hannesson golfvallatæknifræðingur, Björn Gunnlaugsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, Friðrik Daníelsson verkefnastjóri hjá Vinnueftirlitinu, Guðborg Auður Guðjónsdóttir lyfjafræðingur og sérfræðingur í klínískri eiturefnafræði við HÍ, Guðmundur Halldórsson rannsóknarstjóri hjá Landgræðslu ríkisins, Helga Ösp Jónsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, Páll Stefánsson Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar og Kópavogs og Svava Þórðardóttir lyfjasérfræðingur hjá HÍ.

Tími: Fjórir dagar hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík

Verð: 92.200 kr

Vegna notkunar við eyðingu meindýra

Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vilja öðlast notendaleyfi fyrir útrýmingarefni vegna notkunar við eyðingu meindýra.

Fjallað verður um lífshætti helstu meindýra hér á landi, bæði hryggleysingja og hryggdýra. Farið verður yfir helstu lög og reglugerðir sem snerta starfssemi meindýraeyða. Þá verður fjallað um meðferð, rétt val og öryggi ýmiskonar búnaðar sem meindýraeyðar nýta í starfi sínu. Kynnt verður virkni og skaðsemi þeirra efna sem meindýraeyðar nota í sínu daglega starfi sem og rétt förgun efnanna.

Námsmat: Fjölvalsspurningapróf verður lagt fyrir mán. 11. mars. Nemandi skal að lágmarki fá 7,0 í einkunn fyrir hvern matshluta. Þeir sem standast próf fullnægja skilyrðum Umhverfisstofnunar til þess að sækja um notendaleyfi fyrir útrýmingarefni vegna notkunar við eyðingu meindýra.

Kennsla: Bjarni Pálsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, Björn Gunnlaugsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, Friðrik Daníelsson verkefnastjóri hjá Vinnueftirlitinu, Guðborg Auður Guðjónsdóttir lyfjafræðingur og sérfræðingur í klínískri eiturefnafræði við HÍ, Guðmundur Halldórsson rannsóknarstjóri hjá Landgræðslu ríkisins, Guðmundur Óli Scheving meindýraeyðir, Helga Ösp Jónsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, Páll Stefánsson Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar og Kópavogs, Svava Þórðardóttir lyfjasérfræðingur hjá HÍ og Þóra Jóhanna Jónasdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun (MAST)

Tími: Fjórir dagar hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík

Verð: 92.200 kr

Bæði vegna notkunar í landbúnaði og garðyrkju og við eyðingu meindýra

Námskeiðið er ætlað þeim sem bæði vilja öðlast notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörur vegna notkunar í landbúnaði og garðyrkju, þar með talin garðaúðun og fyrir útrýmingarefni vegna notkunar við eyðingu meindýra.

Farið verður yfir helstu skaðvalda sem við er að eiga í ræktuninni. Hvaða úrræði eru möguleg til að verjast þeim óværum sem við er að eiga. Sagt verður almennt frá samsetningu varnarefna og verkun þeirra og hvernig megi nota þau á sem tryggastan hátt.
Fjallað verður um lífshætti helstu meindýra hér á landi, bæði hryggleysingja og hryggdýra. Farið verður yfir helstu lög og reglugerðir sem snerta starfssemi meindýraeyða. Þá verður fjallað um meðferð, rétt val og öryggi ýmiskonar búnaðar sem meindýraeyðar nýta í starfi sínu. Kynnt verður virkni og skaðsemi þeirra efna sem meindýraeyðar nota í sínu daglega starfi sem og rétt förgun efnanna.

Kynnt verða lög og reglugerðir er varða notkun á efnum í þessum hættuflokkum. Farið í hvers konar tæki eru notuð til úðunar, dreifingar og skömmtunar á varnarefnum, ásamt útskýringum á virkni og meðferð tækjanna.

Námsmat: Fjölvalsspurningapróf verður lagt fyrir mán. 11. mars. Nemandi skal að lágmarki fá 7,0 í einkunn fyrir hvern matshluta. Þeir sem standast próf fullnægja skilyrðum Umhverfisstofnunar til þess að sækja um notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörur vegna notkunar í landbúnaði og garðyrkju og fyrir útrýmingarefni vegna notkunar við eyðingu meindýra.

Kennsla: Bjarni Pálsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, Bjarni Þór Hannesson golfvallatæknifræðingur, Björn Gunnlaugsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, Friðrik Daníelsson verkefnastjóri hjá Vinnueftirlitinu, Guðborg Auður Guðjónsdóttir lyfjafræðingur og sérfræðingur í klínískri eiturefnafræði við HÍ, Guðmundur Halldórsson rannsóknarstjóri hjá Landgræðslu ríkisins, Guðmundur Óli Scheving meindýraeyðir, Helga Ösp Jónsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, Páll Stefánsson Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar og Kópavogs, Svava Þórðardóttir lyfjasérfræðingur hjá HÍ og Þóra Jóhanna Jónasdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun (MAST)

Tími: Fimm dagar hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík

Verð: 136.200 kr

Fyrir þá sem uppfylla skilyrði til þess að geta sótt um annað hvort notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum til að nota í landbúnaði og garðyrkju eða notendaleyfi fyrir útrýmingarefnum til eyðingar meindýra og óska eftir að bæta þeim hluta við sem vantar upp á.

Námsmat: Fjölvalsspurningapróf verður lagt fyrir mán. 11. mars. Nemandi skal að lágmarki fá 7,0 í einkunn fyrir hvern matshluta. Þeir sem standast próf fullnægja skilyrðum Umhverfisstofnunar til þess að sækja um notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörur vegna notkunar í landbúnaði og garðyrkju og fyrir útrýmingarefni vegna notkunar við eyðingu meindýra.

Tími:
Fyrir þá sem vilja bæta við sig landbúnaðarpartinum: þrír dagar
Fyrir þá sem vilja bæta við sig meindýraeyðapartinum: þrír dagar

Verð: 64.500kr

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.