Styrkir

Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja námskeið eða nám?

Algengt er að stéttarfélög styrki sína félagsmenn til sí- og endurmenntunar. Við hvetjum ykkur til að athuga hjá ykkar stéttarfélagi hvort ekki sé hægt að sækja um styrk.

Hér fyrir neðan er listi yfir nokkur stéttarfélög.

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.