Greiðslufyrirkomulag

Greiðsluskilmálar og greiðslukjör

Um leið og sótt er um námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ telst vera kominn á skuldbindandi samningur milli umsækjanda og Endurmenntunar LBHÍ og að nemandi samþykki þar með greiðslu á námskeiðsgjaldi við skráningu. 

Staðfestingargjald er 10% af námskeiðsgjöldum og er óafturkræft.

Sé tilkynnt um forföll með tölvupósti til Endurmenntunar LBHÍ með að minnsta kosti 72 klst. áður en námskeiðið hefst á netfangið endurmenntun@lbhi.is er 90% námskeiðsgjaldsins endurgreitt. 

Eftir að umsókn hefur verið samþykkt er greiðsluseðill sendur í netbanka umsækjanda. Gengið er út frá því að umsækjandi sé jafnframt greiðandi námsgjalda. Hægt er að setja í athugasemd í umsókninni ef óskað er eftir því að þriðji aðili greiði námskeiðsgjaldið. Mikilvægt er að gefa upp bæði nafn og kennitölu þess sem á að greiða. Einnig er hægt að óska eftir breytingum á greiðanda með því að senda tölvupóst á endurmenntun@lbhi.is.

Heimilt er að senda annan þátttakanda í stað þess sem forfallast. Vinsamlegast látið vita um allar breytingar með eins góðum fyrirvara og unnt er.

Ef ekki næst nægur þátttakendafjöldi á námskeið áskilur Endurmenntun LBHÍ sér rétt til að fella niður eða fresta námskeiðum og mun jafnframt bakfæra námskeiðsgjaldið að fullu.

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.