Frumtamningar

HALDIÐ HJÁ HESTAMANNAFÉLAGINU FÁKI Í VÍÐIDAL

ra

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður nú í fyrsta sinn upp á nýtt og spennandi nám í frumtamningum á unghrossum/tryppum. Námið verður haldið í samstarfi við
hestamannafélagið Fák, og verður haldið í reiðhöllinni hans “Didda” í C tröðinni í Víðidal. 

Námið byggist upp á fjórum verklegum helgum frá seinnipart föstudags fram á sunnudag og um hverja verklega helgi eru 4-5 verklegar kennslustundir auk bóklegrar fræðslu, meðal annars um hestasjúkdóma, atferlisfræði og fóðurfræði.

Hver verkleg helgi er  frá föstudegi til sunnudags og hefst kennslan eftirmiðdag á föstudegi. Á fyrstu helginni er byrjað á sýnikennslu en í framhaldinu fer verkleg kennsla fram í litlum 4-5 manna hópum.

Þátttakendur geta fengið dýralækni til að gera tannheilbrigðisskoðun á sínum hesti, gegn hóflegri greiðslu.
Námskeiðið endar með fyrirlestri frá reiðkennurum um framhaldsþjálfun þar sem nemendur fá
leiðsögn um hvað tekur svo við.

Verklegar helgar verða sem hér segir:

Hámarksfjöldi nemenda eru 12 manns.

Kennarar

Verð
(Innifalið í verði er kennsla reyndra reiðkennara og tamningarmanna og fyrirlestrar og ráðgjöf sérfræðinga)

 

LOKAÐ FYRIR SKRÁNINGAR

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.