Frumtamningar

Almennar upplýsingar um námið

– Opið fyrir skráningar til 5. júní – 


Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður nú í fyrsta sinn upp á nýtt og spennandi nám í frumtamningum á unghrossum/tryppum. í

Námið er haldið í glæsilegri hestamiðstöð Landbúnaðarháskólans á Mið-Fossum í Borgarfirði og byggist upp á fjórum verklegum helgum með bóklegri kennslu og fyrirlestrum frá lok september fram í byrjun desember. Tvær helgar verða kenndar í október, ein í nóvember og ein í byrjun desember.

Hver verkleg helgi er  frá föstudegi til sunnudags og hefst kennslan eftirmiðdag á föstudegi. Á fyrstu helginni er byrjað á sýnikennlslu en í framhaldinu fer verkleg kennsla fram í litlum hópum.

Á fyrstu tveimur helgunum verða fyrirlestrar um hófhirðu og járningar. Einnig verður sýnikennsla í hófhirðu og járningum og kennt hvernig nálgast má tryppi í járningum. Fyrir þá sem hafa áhuga á að járna sín hross undir leiðsögn mun gefast tækifæri til þess.

Þá verða fyrirlestra um atferlisfræði og fóðurfræði á verklegu helgunum og á helgi númer tvö verður dýralæknir á staðnum þar sem þátttakendur geta fengið dýralækni til að raspa tennur sinna hrossa, gegn hóflegri greiðslu.

Námskeiðið endar með fyrirlestri frá reiðkennurum um framhaldsþjálfun þar sem nemendur fá leiðsögn um hvað tekur svo við.

Kennarar: Ólafur Andri Guðmundsson og Haukur Bjarnason sem báðir eru reyndir reiðkennarar og tamningarmenn.

Verð: 174.000 kr.
(Innifalið í verði er kennsla reyndra reiðkennara og tamningarmanna og fyrirlestrar og ráðgjöf sérfræðinga)

Umsókn

Kennt á Mið-Fossum í Borgarfirði

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.