Endurmenntun LBHÍ

Endurmenntun LBHÍ

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er rekin öflug endurmenntunardeild sem hefur stækkað jafnt og þétt – og er með námskeið um allt land.

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LBHÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði landbúnaðar, nýtingar náttúruauðlinda, skipulagsmála, umhverfis- og loftlagsmála, matvælaframleiðslu og efnahagslífsins í heild.

Áhersla er lögð á að bjóða eingöngu upp á hagnýt námskeið með innlendum og erlendum fyrirlesurum sem eru fremstir á sínu sviði. Boðið er upp á styttri og lengri námskeið sem henta fólki í fullri vinnu. Ávallt eru ákveðnir áfangar í staðarnámi við skólann opnir fyrir þá sem vilja endurmennta sig á ákveðnum sviðum. Þetta getur verið kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja bæta við sig einingum og jafnvel ljúka námi.

Endurmenntun LBHÍ er í öflugu samstarfi við fjölmarga hagaðila og mörg námskeiðanna eru haldin í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. 

Endurmenntun LbhÍ býður fyrirtækjum og stofnunum að sérsníða nám fyrir starfsfólk.

Reiðmaðurinn - framhaldsnám

Námskeiðið er sjálfstætt framhald fyrstu tveggja ára Reiðmannsins. Stefnan er að nemandinn öðlist aukna færni í því sem hann hefur áður lært og geti bætt sinn hest á enn markvissari hátt með hjálp æfinga og útsjónarsemi. Nemandinn öðlast meiri færni í markvissri notkun þeirra æfinga sem hafa hvað mest nytsamlegt gildi. Nemendur læra að setja upp þjálfunaráætlun og vinna út frá henni. Kynnt verða fyrir nemendum mismunandi útfærslur af……