Raunfærnimat

Raunfærnimat

Mat á raunfærni byggist á þeirri hugmynd að nám fari ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins heldur við allskonar aðstæður og í alls konar samhengi. Allt nám er verðmætt og því mikilvægt að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað. Raunfærni er því samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi.

Á starfsmenntasviði LbhÍ hefur verið í boði að fara í raunfærnimat í ákveðnum fögum. Hefur þá raunfærnimatið verið unnið í samvinnu við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og ýmsar símenntunarmiðstöðvar.

Ýmsar upplýsingar um raunfærnimat má finna á síðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og einnig inn á heimasíðunni Næsta skref.

Námsbrautir hjá LbhÍ sem hafa boðið upp á raunfærnimat

Búfræði

Námsbraut: Búfræði

Umsjón raunfærnimats: Símenntun Vesturlands, www.simenntun.is, sími: 437-2390, netfang: simenntun@simenntun.is

Nánari upplýsingar um námið: Búfræðingur sér um fóðrun, hirðingu og meðferð dýra, býr yfir þekkingu og færni í notkun og umhirðu landbúnaðartengdra véla, þekkingu á þörfum landbúnaðarins og þekkingu á ræktun og nýtingu plantna til fóðuröflunar og beitar. Hann hefur þekkingu á ræktun og kynbótum búfjár. Hann er meðvitaður um lög og reglur sem tengjast landbúnaðarframleiðslu og gætir að umhverfi og öryggi. Hann nýtir auðlindir landsins á skynsamlegan hátt með sjálfbærni og afurðir að leiðarljósi.

Vefur námsbrautarinnar: http://www.lbhi.is/bufraedi_0

Námsbrautin á samfélagsmiðlumhttps://www.facebook.com/lbhi.is

Brautarstjóri: Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, netfang: eyjo@lbhi.is,

Garðyrkjuframleiðsla

Námsbraut: Garðyrkjufræði (Ylrækt, Lífræn ræktun matjurta og garð- og skógarplöntur)

Umsjón raunfærnimats: Fræðslunetið, símenntun á Suðurlandi, www.fraedslunet.is, sími: 560-2030, netfang: fraedslunet@fraedslunet.is

Nánari upplýsingar um námið: Nám í garðyrkjuframleiðslu veitir nemendum staðgóða þekkingu í garðyrkjuframleiðslu við íslenskar aðstæður. Námið skiptist í tveggja ára bóklegt staðarnám á Reykjum í Ölfusi og 60 vikna verklegt nám undir handleiðslu garðyrkjufræðings. Fjarnám er fjögurra ára bóklegt nám auk verknáms. Gert er ráð fyrir að umsækjandi hafi lokið 12 vikna verknámi á verknámsstað sem skólinn viðurkennir, áður en bóknám hefst.

  • Garð- og skógarplöntubraut: Nemendur læra allt um framleiðslu og uppeldi garð- og skógarplantna við íslenskar aðstæður. Auk grunngreina í plöntulífeðlisfræði, jarðvegs- og áburðafræði, læra nemendur um allar helstu tegundir garð- og skógarplantna í ræktun, auk matjurta og ávaxtatrjáa.
  • Lífræn ræktun matjurta: Nemendur læra framleiðslu á matjurtum og afurðum þeirra eftir aðferðum lífrænnar ræktunar, bæði í gróðurhúsum og utanhúss. Nemendur læra um mismunandi ræktunarstefnur, jarðvegs- og skiptiræktun, býflugnarækt til hunangsframleiðslu, gæðamál og úrvinnslu afurða.
  • Ylæktarbraut: Nemendur læra um framleiðslu margvíslegra afurða í gróðurhúsum, svo sem matjurta, afskorinna blóma og pottaplantna. Auk grunngreina garðyrkjunáms er farið í loftslagsstýringu í gróðurhúsum, viðbrögð við meindýrum og sjúkdómum, gæðamál og umhverfismál tengd faginu.

Vefur námsbrautarinnar: http://www.lbhi.is/gardyrkjuframleidsla

Námsbrautin á samfélagsmiðlumhttps://www.facebook.com/gardyrkjuframleidsla

Brautarstjóri: Ingólfur Guðnason, netfang: ingolfur@lbhi.is,

Skógur og náttúra

Námsbraut: Skógur og náttúra

Umsjón raunfærnimats: Austurbrú, https://austurbru.is/thekking/, sími: 470-3800, netfang: austurbru@austurbru.is

Nánari upplýsingar um námið: Námið veitir nemendum undirstöðuþekkingu í störfum sem lúta að skógrækt og umönnun umhverfis. Námið skiptist í tveggja ára bóklegt staðarnám á Reykjum í Ölfusi og 60 vikna verklegt nám undir handleiðslu garðyrkjufræðings. Fjarnám er fjögurra ára bóklegt nám auk verknáms. Gert er ráð fyrir að umsækjandi hafi lokið 12 vikna reynslutíma við alhliða skógræktar- eða garðyrkjustörf auk hluta af verknámi áður en þeir hefja bóknám.

Vefur námsbrautarinnar: http://www.lbhi.is/skogur_og_nattura

Námsbrautin á samfélagsmiðlumhttps://www.facebook.com/skogurnattura

Brautarstjóri: Björgvin Örn Eggertsson, netfang: bjorgvin@lbhi.is

Skrúðgarðyrkja

Námsbraut: Skrúðgarðyrkja

Umsjón raunfærnimats: IÐAN fræðslumiðstöð, www.idan.is, sími: 590-6400, netfang: idan@idan.is

Nánari upplýsingar um námið: Skrúðgarðyrkja er lögfest iðngrein og stunda nemendur samningsbundið iðnnám hjá viðurkenndum skrúðgarðyrkjumeistara með bóklegu námi. Náminu lýkur með sveinsprófi sem síðar gefur möguleika á meistaranámi í skrúðgarðyrkju. Námið skiptist í tveggja ára bóklegt staðarnám sem kennt er á Reykjum í Ölfusi og 60 vikna verknám undir handleiðslu skrúðgarðyrkjumeistara. Fjarnám er fjögurra ára bóklegt nám auk verknáms.

Skrúðgarðyrkjufræðingar annast m.a. nýframkvæmdir við gerð garða og útisvæða – leggja hellur, hlaða veggi og planta út trjám svo dæmi séu tekin. Þeir sjá líka um viðhald eins og trjá- og runnaklippingar, illgresiseyðingu, slátt, mosatætingu, úðun, áburðargjöf og margt fleira. Sérhæfing er umtalsverð. Sum fyrirtæki eru nær eingöngu í nýframkvæmdum en önnur helga sig viðhaldi garða og stórra opinna svæða.

Vefur námsbrautarinnar: http://www.lbhi.is/skrudgardyrkjubraut_0

Námsbrautin á samfélagsmiðlumhttps://www.facebook.com/skrudgardyrkja

Brautarstjóri: Ágústa Erlingsdóttir, netfang: agusta@lbhi.is

Starfsmenntanám við LbhÍ

  • Búfræði
  • Blómaskreytingar
  • Ylrækt
  • Lífræn ræktun matjurta
  • Garð- og skógarplöntur
  • Skógur og náttúra
  • Skrúðgarðyrkja