Fjárhundanámskeið á Mið-Fossum í Borgarfirði

– Kennari er Oscar Murguia viðurkenndur fjárhundatemjari frá Spáni og margfaldur meistari – 

Umsókn með hundi

fim. 20. feb. og fös. 21. feb (10 pláss)
– FULLT | hægt að skrá á biðlista – 

Umsókn með hundi

lau. 22. feb. og sun. 23. feb. (10 pláss)
– aðeins 1 pláss laust –

Umsókn án hunds

fim. 20. feb. og fös. 21. feb (4 pláss)
– aðeins 2 pláss laus –

Umsókn án hunds

lau. 22. feb. og sun. 23. feb. (4 pláss)
– FULLT | hægt að skrá á biðlista –

Í ljósi sögunnar og þróunar búsetu um hinar dreifðu sveitir landsins blasir við að fólki til sveita fækkar og smalamennska verður erfiðari af þeim sökum. Því hafa góðir smalar með vel þjálfaða hunda aldrei verið mikilvægari en einmitt nú. Námskeið þetta er því góð viðleitni við að undirbúa fólk fyrir þessa breyttu tíma og auka sérhæfingu á þessu sviði.

Markmið námskeiðsins er að kenna aðferðafræðina við að temja fjárhunda. Stærstur hluti námskeiðsins er verkleg þjálfun með hundi sem fer fram í reiðhöll og úti við ef aðstæður leyfa. Bókleg kennsla er einnig til staðar eftir sem þörf er á. Um er að ræða námskeið þar sem vönduð vinnubrögð og fagmennska eru í hávegum höfð.

Mikilvægt er að hundar á námskeiðinu séu byrjaðir í tamningu með kindum og kunni að hlýða frumskipunum til að námskeiðið nýtist sem best. Í boði er að sitja námskeiðið án hunds gegn vægara gjaldi.

NÁMSKEIÐ Í BOÐI
Fimmtudaginn 20. feb. og föstudaginn 21. feb. kl. 9-17 (með eða án hunds)
Laugardaginn 22. feb. og sunnudaginn 23. feb. kl. 9-17 (með eða án hunds)

KENNARI
Kennari á námskeiðinu er Oscar Murguia viðurkenndur fjárhundatemjari frá Baskahéraðinu á Spáni. Oscar hefur 11 sinnum orðið spænskur meistari í ABCA deildinni (American Border Collie Association) og unnið CAtPE meistaramót fjárhunda á Spáni þau þrjú ár sem það hefur verið haldið, 2022, 2023 og 2024. Því til viðbótar hefur hann 6 sinnum tekið þátt á EM og þar af fjórum sinnum komist í úrslit árin 2018, 2019, 2022 og 2024 og þrisvar tekið þátt á Heimsmeistaramótinu og komist í úrslit 2017 og 2023. Oscar hefur hlotið fleiri nafnbótir sem fjárhundatemjari meðal annars sem World team reserve champion árið 2023. Oscar rekur hundþjálfunarmiðstöðina Murguía Border Collie og er stofnandi ABCA sem er félag Border Collie vinnuhunda, og CAtPE sem er spænskt meistaramót fjárhunda.

Oscar mætir með aðstoðarmann með sér sem mun vera honum til taks við að þýða yfir á ensku þegar á þarf að halda.  

KENNSLUFYRIRKOMULAG
Um er að ræða tveggja daga námskeið frá kl. 9-17 sem haldið er í glæsilegri hestamiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands á Mið-Fossum í Borgarfirði, sjá leiðavísi hér

VERÐ
65.000 kr. með hundi – innifalið í verði er kennsla, hádegisverður og kaffiveitingar báða daga
32.000 kr. án hunds – innifalið í verði er að fylgjast með kennslunni báða daga, hádegisverður og kaffiveitingar

Umsókn er ekki staðfest nema gengið sé frá greiðslu í umsóknarferlinu með debet- eða kreditkorti.

– Við vekjum athygli á að hægt er að sækja styrk hjá stéttarfélögum fyrir námskeiði eða námi –

Upplýsingar um greiðsluskilmála og greiðslukjör

 

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.