– Haldið í samstarfi við Smalahundafélag Íslands og Bændasamtök Íslands –

Tvö fjárhundanámskeið fyrir sauðfjárbændur verða haldin í febrúar 2023 og er um að ræða tvö tveggja daga námskeið. Hægt er að velja um að sækja námskeiðið með eða án hunds.

Í ljósi sögunnar og þróunar búsetu um hinar dreifðu sveitir landsins blasir við að fólki til sveita fækkar og smalamennska verður erfiðari af þeim sökum. Því hafa góðir smalar með vel þjálfaða hunda aldrei verið mikilvægari en einmitt nú. Námskeið þetta er því góð viðleitni við að undirbúa menn fyrir þessa breyttu tíma og auka sérhæfingu á þessu sviði.

Kennari á námskeiðinu er Angie Driscoll og er hún farsæll fjárhirðir með áralanga reynslu af smalamennsku. Angie er margfaldur velskur meistari í smalamennsku, hún var fyrst kvenna til að vinna Defaidty Hill keppnina árið 2015 og er eigandi 12 Border Collies. Auk þess að þjálfa og keppa með sína hunda hefur hún um árabil leiðbeint öðrum við þjálfun og tamningar á sínum hundum.

Um er að ræða námskeið þar sem vönduð vinnubrögð og fagmennska eru í hávegum höfð. Á námskeiðinu mun Angie kenna aðferðafræðina við að temja fjárhunda. Uppbygging námskeiðsins er 80% verkleg þjálfun sem fram fer í reiðhöllinni og úti við ef aðstæður leyfa. Þá er 20% bókleg kennsla eftir því sem þörf krefur.

Hundar verða að vera byrjaðir í tamningu með kindum og kunna að hlýða frumskipunum til að námskeiðið nýtist.

Í boði er að sitja námskeiðið án hunds!

Haldin verða tvö námskeið:
– Fyrra námskeiðið er fös. 24. feb. og lau. 25. feb.  kl. 9-17
– Seinna námskeiðið er sun. 26. feb. og mán. 27. feb. kl. 9-17.

Hámarksfjöldi á hverju námskeiði eru
12 nemendur, 8 nemendur með hund og 4 nemendur án hunds.

Kennari: Angie Driscoll fjárhirðir
Staður: Reiðhöllin á Mið-Fossum í Borgarfirði

Verð (með hundi): kr. 60.000.-
Verð (án hunds): kr. 30.000.-

Þú getur skráð þig á póstlista Endurmenntunar LBHÍ á forsíðu vefsins https://endurmenntun.lbhi.is/
til að fá upplýsingar um hvenær opnar fyrir skráningar

Umsókn með hundi

– Fyrra námskeið 24.-25. feb. –

Umsókn með hundi

– Seinna námskeið 26.-27. feb –

Umsókn án hunds

– Fyrra námskeið 24.-25. feb. –

Umsókn án hunds

– Seinna námskeið 26.-27. feb. –

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.