– Haldið í samstarfi við Smalahundafélag Íslands og Bændasamtök Íslands –

Fjárhundanámskeið fyrir sauðfjárbændur verður haldið í hestamiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands á Mið-Fossum í Borgarfirði dagana 7. – 13. mars. Um er að ræða tveggja daga námskeið þar sem hinn reynslumikli Andy Carnegie frá Skotlandi er leiðbeinandi.

Andy er farsæll fjárhirðir með yfir 40 ára reynslu af smalamennskum í skosku hálöndunum. Hann hefur komist 9 sinnum í skoska landsliðið, tekið þátt í heimsálfumótum í smalamennsku, dæmt í landsmótum innanlands og erlendis og var skoskur meistari árið 2007.

Á námskeiðinu er kennd aðferðafræði við að temja fjárhunda. Uppbygging námskeiðsins er 80% verkleg þjálfun sem fram fer í reiðhöllinni og úti við ef aðstæður leyfa. Þá er 20% bókleg kennsla eftir því sem þörf krefur.

Æskilegt er að búið sé að koma hundunum af stað í kindum þannig að hægt sé að byrja tamningu á námskeiðinu. Um er að ræða námskeið þar sem vönduð vinnubrögð og fagmennska eru í hávegum höfð.

Einnig er í boði að sitja námskeiðið án hunda!

Í ljósi sögunnar og þróunar búsetu um hinar dreifðu sveitir landsins blasir við að fólki til sveita fækkar og smalamennska verður erfiðari af þeim sökum. Því hafa góðir smalar með vel þjálfaða hunda aldrei verið mikilvægari en einmitt nú. Námskeið þetta er því góð viðleitni við að undirbúa menn fyrir þessa breyttu tíma og auka sérhæfingu á þessu sviði.

Hámarksfjöldi á hverju námskeiði eru 12 nemendur, 8 nemendur með hunda og 4 nemendur án hunda!

Sóttvarna verður gætt í hvívetna og skipulag námskeiðsins endurskoðað ef þurfa þykir með tilliti til stöðunnar í samfélaginu vegna Covid 19.

Þrjú námskeið eru í boði:

Námskeið I:        Mán. 7. – þri. 8. mars kl. 9-17
Námskeið II:       Mið. 9. – fim. 10. mars kl. 9-17
Námskeið III:     Lau. 12. – sun. 13. mars kl. 9-17

Kennari: Andy Carnegie fjárhundatemjar og fjárhirðir

Verð (með hunda): 50.000 kr. (Innifalið í verði er kennsla, hádegisverður í mötuneyti LbhÍ á Hvanneyri og kaffiveitingar)
Verð (án hunda) : 25.000 kr. fyrir þá sem sitja námskeiðið án hunda (Innifalið í verði er kennsla, hádegisverður og kaffveitingar báða daga)

Staður: Hjá LbhÍ á Mið-Fossum í Borgarfirði
(https://ja.is/kort/?d=phashid%3Agp1NX&x=370477&y=452871&type=map&nz=13.70)

Við bendum góðfúslega á að hægt er að sækja um styrk hjá Starfsmenntasjóð bænda sem vistaður er
hjá Bændasamtökum Íslands https://www.bondi.is/felagsmal/starfsmenntasjodur/

Umsókn með hunda

– Námskeið 7.-8. mars –
FULLT

Umsókn með hunda

– Námskeið 9.-10. mars –
FULLT

Umsókn með hunda

– Námskeið 12.-13. mars –
FULLT

Umsókn án hunda

– Námskeið 7.-8. mars –
FULLT

Umsókn án hunda

– Námskeið 9.-10. mars –
FULLT

Umsókn án hunda

– Námskeið 12.-13. mars –
FULLT

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.