Æðarrækt og æðardúnn

Umsókn

– Í samstarfi við Æðarræktarfélag Íslands –

Námskeiðið er ætlað öllu áhugafólki um æðarrækt og vilja kynna sér lifnaðarhætti og sérstöðu æðarfuglsins hér á landi. Námskeiðið hentar bæði þeim sem stunda æðarrækt og þeim sem hafa áhuga á að hefja æðarrækt.

Á námskeiðinu er farið yfir lifnaðarhætti, eiginleika og sérstöðu æðarfuglsins, hvernig eigi að koma upp varpi og ferilinn frá dúntekju til sölu dúnsins. Fjallað er um þær óskir og kröfur sem neytandinn gerir til æðardúns og hvernig þörfum er fullnægt og litið á þær kröfur sem gerðar eru til gæðamats á æðardúni og þann lagaramma sem viðkomandi búgrein býr við.

Dúnmatsmaður mun fjalla um gæði dúns og mat á æðardúni og sýna æðardún af ólíkum gæðum. Einnig gefst tími til umræðna og fyrirspurna í lok námskeiðs. 

Tími: Laugardaginn 16. mars kl. 10 – 16 

Staður:  Hjá LBHÍ á Keldnaholti í Reykjavík
Einnig er í boði að taka þátt í námskeiðinu á Teams og fá þátttakendur sendan hlekk í tölvupósti 1-2 dögum áður en námskeiðið hefst. 

Kennsla: Ýmsir sérfræðingar, sjá dagskrá hér fyrir neðan

Verð: 36.000 kr. – innifalið í námskeiðsgjaldi eru fyrirlestrar, léttur hádegisverður og kaffiveitingar
Félagsfólk í Æðarræktarfélagi Íslands fær 20% afslátt af námskeiðsgjaldi.

– Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám – 

Upplýsingar um greiðslufyrirkomulag og skilmála

Dagskrá

10:00-11:00      Æðarfugl, lifnaðarhættir, líffræði og varpstöðvar  –  Jón Einar Jónsson forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi
11:00-11:40       Æðardúnn, eiginleikar, meðferð og hreinsun  – Erla Friðriksdóttir framkvæmdastjóri og eigandi Íslensk æðardúns ehf.
11:40-12:00       Lög um gæðamat á æðardúni og hlutverk æðardúnsmatsmanna  – Guðrún Gauksdóttir lögmaður
12:00-12:40       Hádegishlé – Léttur hádegisverður fyrir þá sem mæta
12:40-13:20       Útflutningur æðardúns og óskir kaupenda  – Erla Friðriksdóttir framkvæmdastjóri og eigandi Íslensk æðardúns ehf.
13.20-14:30      Að hefja æðarræktMargrét Rögnvaldsdóttir æðarbóndi
14:30-15:15       Gæði dúns og mat á æðardúniHelga Björk Jónsdóttir dúnmatsmaður
15:15-16:00      Kaffi og umræður

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.