Jurtalitun

Almennar upplýsingar um námið

Haldið í samstarfi við Hespuhúsið

Námskeiðið er öllum opið og hentar einkar vel þeim sem vinna við handverk.  Nemendur mæti með svuntur og gúmmíhanska.

Á námskeiðinu verður farið yfir litunarferlið frá upphafi til enda. Fjallað verður um litfesta, litunarjurtir og efni til að breyta litum. Spjallað verður um litunina eins og hún var á öldum áður og einnig verður spáð í kaktuslús og erlendar tegundir sem notaðar eru til litunar. Fjallað verður um hvernig og hvenær er best að tína jurtirnar og verka til geymslu. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að geta litað sjálfir og gert tilraunir með jurtir úr sínu nánasta umhverfi.

Hármarksfjöldi þátttakenda er 12.

Kennsla: Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur og eigandi Hespuhússins jurtalitunarvinnustofu.

Tími: XX, kl. 12:30-17:30 í húsnæði Hespu, Árbæjarvegi í Ölfusi við Selfoss.

Verð:  (Námsgögn, efniskostnaður og kaffiveitingar innifalið í verði, auk þess sem nemendur taka hespu með sér heim)

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.