Kynning á stjórnun gróðurelda

– 2 ECTS einingar í grunnnámi

Til að bregðast við áhættu sem fylgir gróðureldum hafa hagsmunaaðilar víðsvegar um lönd verið að þróa heildstæða nálgun við stjórnun gróðurelda sem er aðlöguð að aðstæðum einstakra landa og á landslagsstigi. Með breytingum á landnotkun og hlýnun jarðar heldur tíðni og umfang gróðurelda áfram að aukast, jafnvel á Íslandi. Á síðustu 19 árum hafa um 7694,54 hektarar lands orðið fyrir áhrifum af gróðureldum á Íslandi.

Námskeiðið er hluti af grunnnámi við deild Náttúru og skóga við Landbúnaðarháskóla Íslands. Umsóknarfrestur til og með 30. september 2025.

FJALLAÐ ER UM

  • Gróðurelda: vistfræði, orsakir, hegðun, gerðir, áhrif o.s.frv.
  • Hugtakið samþætt brunastjórnunarkerfi á landslagsstigi ynnt, þar á meðal 5 R-in
  • Núverandi stöðu gróðureldahættu og stjórnun á Íslandi
  • Aðgerðir sem fyrirhugaðar eru, byggðar á gögnum frá hverju landi fyrir sig, til að þróa samþætta stjórnun gróðurelda sem er aðlöguð að íslenskum aðstæðum

Tveir brunastaði verða heimsóttir til að fylgjast með áhrifum elda á gróður í landslaginu.

FYRIR HVERJA
Öll sem vilja öðlast þekkingu á hugtökum og umgjörðum í vistfræði og stjórnun gróðurelda. Fyrir þátttakendur mun þessi þekking þjóna sem grunnur að skilningi á gróðureldahættu í íslensku samhengi og skipulagningu landbúnaðar með gróðureldahættu í huga.

NÁMSMAT

  • Umræðuhópar á netinu (50%): Nemendur munu ræða tiltekin efni á netinu á sérstökum spjallborðum og vitna í viðeigandi fræðilegt efni til að styðja skoðanir sínar. Nemendur fá aukastig fyrir samskipti við samnemendur með svörum og gagnrýnu mati.
  • Tölvuverkefni (30%):
    Nemendur skrifa skýrslu (1 bls) um lýsingu og mati á brunasvæðum.
  • Lokaskýrsla (20%):
    Nemendur samantekt (1 bls) yfir helstu atriði sem þeir taka með sér frá námskeiðinu.

KENNSLUFYRIRKOMULAG
Námskeiðið verður kennt í einni þriggja daga lotu.

  • Í kennslustofu: fyrirlestrar, kenningar og umræður
  • Utandyra: heimsóknir á brunasvæði.

Námskeiðið fer fram á 28. – 30. nóvember.

KENNARI
Rebekah D’Arcy skógfræðingur hjá Landi og skógi en hún hefur meðal annars rannsakað áhrif gróðurelda hér á landi.

VERÐ
54.900 kr.

Umsókn er ekki staðfest nema gengið sé frá greiðslu í umsóknarferlinu með debet- eða kreditkorti.

– Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið – 

Skráning og nánari upplýsingar eru hér fyrir ofan.

Mikilvægar upplýsingar um greiðsluskilmála og greiðslukjör

Endurmenntun LBHÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð

Keldnaholt - 112 Reykjavík

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590

Hvanneyri – 311 Borgarbyggð

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590