Grunnnámskeið í þjálfun vinnuhunda | Endurmenntun

Grunnnámskeið í þjálfun Border Collie vinnuhunda

– FULL ER ORÐIÐ Á NÁMSKEIÐIÐ OG EKKI HÆGT AÐ SKRÁ Á BIÐLISTA – 
Ef áhugi er á að fá upplýsingar um næstu námskeið er hægt að fylgjast með okkur á
Facebook – https://www.facebook.com/namskeid,
vefnum – https://endurmenntun.lbhi.is/ eða skrá sig á
póstlista Endurmenntunar –
http://eepurl.com/gQWk15
og þannig fá upplýsingarnar þegar námskeið eru sett af stað.

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, í samstarfi við Smalahundafélag Íslands, stendur fyrir grunnnámskeiði í þjálfun Border Collie vinnuhunda helgina 1.-2. nóvember 2025.

Í ljósi sögunnar og þróunar búsetu um hinar dreifðu sveitir landsins blasir við að fólki til sveita fækkar og smalamennska verður erfiðari af þeim sökum. Því hafa góðir smalar með vel þjálfaða hunda aldrei verið mikilvægari en einmitt nú. Námskeið þetta er því góð viðleitni við að undirbúa fólk fyrir þessa breyttu tíma og auka sérhæfingu á þessu sviði.

Á þessu grunnnámskeiði í þjálfun Border Collie vinnuhunda verður lögð áhersla á hlýðni og þá grunnþjálfun sem þarf að eiga sér stað til að framhaldsþjálfun hunds í fé geti gengið vel. Einnig verður farið yfir þau skref sem framhaldsþjálfun felur í sér og aðferðafræðina við að gera góðan vinnuhund úr áhugasömu efni.

EFNISTÖK NÁMSKEIÐS:

  • Söga BC tegundarinnar
  • Hvernig læra hundar
  • Sérstaða BC tegundarinnar – fjáreðlið virkjað
  • Hvað er hægt að kenna BC hundi
  • Hvernig kennum við – tamningarferlið kynnt
  • Helstu skipanir
  • Hvernig tengjum við orð og atferli
  • Hvernig notum við pressu og eftirgjöf til að stjórna hundinum
  • Sýnikennsla
  • Verkleg kennsla

KENNARI
Elísabet Gunnarsdóttir frá Daðastöðum. Lísa hefur verið viðloðandi BC vinnuhunda og fjárbúskap frá fyrstu tíð. Hún hefur áralanga reynslu af því að þjálfa BC hunda í fé og halda námskeið. Hún er margfaldur verðlaunahafi á Landskeppnum SFÍ og landshlutakeppnum og hefur keppt fyrir hönd Íslands erlendis. Hundarnir hennar eru þó fyrst og fremst vinnuhundar sem fara í göngur og sinna þeim verkefnum sem falla til á sauðfjárbúi. Hún hefur sótt námskeið hjá mörgum af færustu fjárhundaþjálfurum heims. Hún lærði að auki hundaþjálfun í Danmörku og hefur stýrt hundum í kvikmyndaverkefnum.

NÁMSKEIÐ Í BOÐI
Helgarnámskeið dagana 1. og 2. nóvember, kl. 9-17 báða daga. Hægt er að skrá sig annað hvort með eða án hunds. 

KENNSLUFYRIRKOMULAG
Um er að ræða tveggja daga námskeið sem haldið er í glæsilegri hestamiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands á Mið-Fossum í Borgarfirði, sjá leiðavísi hér. Kennslan fer fram á töflu, með sýnikennslu og verklegri þjálfun.

Markmiðið með námskeiðinu er fyrst og fremst að smalinn fái verkfæri til að temja hundinn sinn og tækifæri til að æfa sig í stjórnuðu umhverfi undir leiðsögn. Verklega kennslan verður löguð að því hvar hver og einn nemandi er staddur með sinn hund.

VERÐ
65.000 kr. með hundi – innifalið í verði er kennsla, hádegisverður og kaffiveitingar báða daga.
32.000 kr. án hunds – innifalið í verði er að fylgjast með kennslunni báða daga, hádegisverður og kaffiveitingar.

Hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiði: 10 með hundi og 5 án hunds. 

Umsókn er ekki staðfest nema gengið sé frá greiðslu í umsóknarferlinu með debet- eða kreditkorti.

– Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið – 

Mikilvægar upplýsingar um greiðsluskilmála og greiðslukjör

Endurmenntun LBHÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð

Keldnaholt - 112 Reykjavík

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590

Hvanneyri – 311 Borgarbyggð

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590