Völd og lýðræði í skipulagi

– 4 ECTS einingar á framhaldsstigi

Umsókn

Á námskeiðinu er fjallað um muninn á milli fræðilegrar skipulagsvinnu (idea of planning) og raunverulegrar þróunar þéttbýlis þar sem völd og valdatafl hefur bein og óbein áhrif á skipulagsmál. 

Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á flóknu samspili stefnumótunar í skipulagsmálum, íbúalýðræði og hagsmunum ólíkra hagaðilar sem oft hafa ólíkar hugmyndir um skipulagsmál. Takmarkið er að nemendur þrói með sér djúpstæðan og nothæfan skilning á því hvernig stefnumótun og skipulag eru samofin ólíkum stofnunum, hagfræðilegum og félagslegum forsendum, valdatengslum og orðræðum.

Námskeiðið er hluti af MS námi í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Umsóknarfrestur til og með 1. janúar 2025.

FJALLAÐ ER UM
– Hver á borgina? Hver ræður? Hver græðir og hver tapar?
– Togstreituna milli draumsýnar og veruleika í skipulagsvinnu
– Hvernig valdatafl í skipulagsvinnu getur birst í raunveruleikanum
– Afleiðingar skipulagsákvarðana m.t.t. ólíkra hagsmunaaðila
– Hvernig hagsmunaaðilar leita leiða til að hafa áhrif á framvindu skipulags
– Mikilvægi íbúalýðræðis

FYRIR HVERJA
Námskeiðið hentar öllum sem vilja endurmennta sig á sviði skipulagsmála, skipulagsfræðingum, arkitektum, landslagsarkitektum, sveitarstjórnarfólki, kjörnum fulltrúum í nefndum sveitarfélaga og áhugafólki um skipulagsmál. 

NÁMSMAT
70% verkefnavinna
20% kynning á verkefni
10% kynning á grein

Umsóknarfrestur til 1. janúar 2025

KENNSLUFYRIRKOMULAG
Kennt á Teams með tveimur staðlotum (17. jan. og 7. feb.) á fyrri vorönn 2025.  Stundaskrá og nánari upplýsingar hér. Staðlotur fara fram hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík.

KENNARI
Sverrir Örvar Sverrisson skipulagsfræðingur og verkefnastjóri hjá Vegagerðinni.

VERÐ 49.000 kr.

– Við vekjum athygli á að hægt er að sækja styrk hjá stéttarfélögum fyrir námskeiði eða námi –

Upplýsingar um greiðsluskilmála og greiðslukjör

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.