Fodrun | Endurmenntun

Fóðrun og fóðurþarfir sauðfjár

Árangursrík fóðrun skiptir máli fyrir heilbrigði og góða afkomu sauðfjár. Næringarþörfin breytist eftir aldri, þunga og framleiðsluálagi og því er mikilvægt að stilla fóðrunina rétt. Með markvissri beit, vandaðri fóðuröflun og skýrum markmiðum má tryggja betur frjósemi, vöxt og verðmæti afurðar.

EFNISTÖK NÁMSKEIÐS
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði varðandi fóðrun sauðfjár á mismunandi tímabilum og aldursskeiðum með sérstakri áherslu á gemlinga, bæði við innifóðrun og beit. Fjallað verður um áhrif árferðis á fóðrunarmöguleika og beitarstjórnun og hvernig bændur geta brugðist við breyttum aðstæðum með fyrirbyggjandi aðgerðum.

Horft verður á niðurstöður úr skýrsluhaldi með hliðsjón af árangri innifóðrunar, m.a. hvað varðar frjósemi, fallþunga og heilsu gripanna. Stuðst verður við nýjustu rannsóknir og þróun í fóðurfræði og sígildan fróðleik, svo sem hvernig mismunandi fóðurtegundir hafa áhrif á fóðurnýtingu, kolefnisspor og sjálfbærni í búrekstri.

Þátttakendur fá hagnýtar aðferðir og verkfæri sem geta nýst til að bæta árangur í búrekstri og nýta betur þau gögn sem fyrir liggja.

KENNARI
Eyjólfur Kristinn Örnólfsson aðjúnkt hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og sérfræðingur í sauðfjárrækt á sauðfjárbúinu Hesti við skólann. 

NÁMSKEIÐ Í BOÐI
Fimmtudaginn 30. október kl. 13-17 hjá Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda, Húnabraut 13, Blönduósi.
Miðvikudaginn 5. nóvember kl. 13-17 hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri í Borgarfirði.

KENNSLUFYRIRKOMULAG
Um er að ræða 4 klukkustundarlangt námskeið sem haldið er í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri í Borgarfirði. Námskeiðið samanstendur af um fyrirlestrum með glærukynningu auk þess sem boðið er upp á fyrirspurnir og umræður. 

VERÐ
35.000 kr. – Innifalið í verði er kennsla, námskeiðsgögn og kaffiveitingar.

Til að tryggja þátttöku þarf að ganga frá greiðslu í skráningarferlinu. Hægt er að greiða með debet- og kreditkorti.

– Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið – 

Mikilvægar upplýsingar um greiðsluskilmála og greiðslukjör

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð

Keldnaholt - 112 Reykjavík

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590