Grunnnámskeið í blómaskreytingum

Almennar upplýsingar um námið

 oNámskeiðið er einkum ætlað ófaglærðum sem vinna til dæmis í blómaverslunum, veitingageiranum eða ferðaþjónustu eða hafa það í hyggju. Eins hentar námskeiðið vel öllum þeim sem vilja sýsla með blóm og skreytingar í einkalífi sem og á vinnumarkaði.

Fjallað verður um helstu tegundir afskorinna blóma, nemendur fá verklega kennslu við skáskurð, hreinsun stilkanna og meðhöndlun afskorinna blóma eftir mismunandi tegundum.

Kennt verður hvernig á að búa til einfalda blómvendi og ganga frá þeim. Þá verður fjallað um einfaldar borðskreytingar.
Mismunandi efnivið verður blandað saman og einnig horft til nærumhverfisins eftir heppilegum efnivið. Eins verður rík áhersla lögð á góða nýtingu á efni sem og fagmannleg vinnubrögð. Í lok námskeiðs fer svo hver og einn nemandi heim með afrakstur dagsins.

Kennsla: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir blómaskreytir og kennari hjá LbhÍ og Valgerður Jóndís Guðjónsdóttir blómaskreytir og kennari hjá LbhÍ.

Tími: Ný dagsetning auglýst síðar.

Verð: XXX kr (Námsgögn, kaffi, hádegismatur og allt efni innifalið og þátttakendur taka með sér blómaskreytingar heim að loknu námskeiði)

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.