Umsókn
Fullt nám: E.VAR01
Umsókn
Meindýravarnir: E.VAR02
Umsókn
Plöntuvernd: E.VAR03
Haldið af Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands í samstarfi við Umhverfisstofnun og Vinnueftirlitið.
Námskrá námskeiðsins byggist á ákvæðum samkvæmt reglugerð.
Námið er kennt í fjarkennslu og hefst formlega þriðjudaginn 3. mars 2025 og lýkur með rafrænu prófi þriðjudaginn 18. mars . Upptökur af öllum fyrirlestrum, glærur og annað lesefni er aðgengilegt á kennsluvef Landbúnaðarháskólans frá 3. mars og geta nemendur nálgast námsefnið allan sólarhringinn
fram að prófdegi.
Námið skiptist í þrjá hluta og þurfa allir að taka námshluta I sem fjallar um markaðssetningu plöntuverndarvara og útrýmingarefna. Þeir sem vilja ná sér í full réttindi og vera í fullu námi taka alla þrjá hluta námskeiðsins. Þeir sem vilja mennta sig í meðferð útrýmingarefna vegna notkunar við eyðingu meindýra taka hluta 1 og 2 og þeir sem vilja mennta sig í meðferð plöntuverndarvara í landbúnaði og garðyrkju, þar með talið garðaúðun, taka hluta 1 og 3.
Námshluti 1: Markaðsetning útrýmingarefna og plöntuverndavara
Í fyrsta hluta námskeiðsins er fjallað um helstu plöntuverndarvörur og útrýmingarefni og hvernig hægt er að lágmarka áhættu við meðferð þeirra. Einnig er fjallað um um helstu skaðvalda á Íslandi, notendaleyfi og meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna, vinnuvernd, varnarbúnað, áhættumat fyrir vinnustaði og margt fleira.
Námshluti 2: Útrýmingarefni við eyðingu meindýra
Fjallað er um lífshætti helstu meindýra hér á landi, bæði hryggleysingja og hryggdýra. Farið er yfir helstu lög og reglugerðir sem snerta starfssemi meindýraeyða. Þá er fjallað um meðferð, rétt val og öryggi ýmiskonar búnaðar sem meindýraeyðar nýta í starfi sínu. Kynnt er virkni og skaðsemi þeirra efna sem meindýraeyðar nota í sínu daglega starfi sem og rétt förgun efnanna.
Þeir sem eru í fullu námi og námi í meindýravörnum taka þennan námshluta.
Námshluti 3: Plöntuverndarvörur í landbúnaði og garðyrkju, þ.m.t. garðaúðun,
Farið er yfir helstu skaðvalda sem við er að eiga í ræktuninni og hvaða úrræði eru möguleg til að verjast þeim óværum sem við er að eiga. Sagt er almennt frá samsetningu varanna og verkun þeirra og hvernig megi nota þau á sem tryggastan hátt. Lög og reglugerðir er varða notkun á efnum í þessum hættuflokkum eru kynnt. Farið í hvers konar tæki eru notuð til úðunar, dreifingar og skömmtunar á plöntuverndarvörum, ásamt útskýringum á virkni og meðferð tækjanna.
Þeir sem eru í fullu námi og námi í meðferð plöntuverndarvara taka þennan námshluta.
Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um námsleiðir í réttindanáminu sem eru fjórar.
– Við minnum á að hægt er að sækja um styrk frá stéttarfélögum til að sækja námskeið eða nám –
Upplýsingar um greiðslufyrirkomulag og skilmála
Fullt nám - Nám til notkunar plöntuverndarvara og útrýmingarefna
Námið er ætlað þeim sem bæði vilja öðlast notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum vegna notkunar í landbúnaði og garðyrkju, þar með talin garðaúðun, sem og fyrir útrýmingarefni vegna notkunar við eyðingu meindýra.
Fullt nám í meðferð varnarefna er metið til 5 framhaldsskólaeininga (fein).
Farið verður yfir helstu skaðvalda sem við er að eiga í ræktuninni. Hvaða úrræði eru möguleg til að verjast þeim óværum sem við er að eiga. Sagt verður almennt frá samsetningu varanna og verkun þeirra og hvernig megi nota þau á sem tryggastan hátt.
Fjallað verður um lífshætti helstu meindýra hér á landi, bæði hryggleysingja og hryggdýra. Farið verður yfir helstu lög og reglugerðir sem snerta starfssemi meindýraeyða. Þá verður fjallað um meðferð, rétt val og öryggi ýmiskonar búnaðar sem meindýraeyðar nýta í starfi sínu. Kynnt verður virkni og skaðsemi þeirra efna sem meindýraeyðar nota í sínu daglega starfi sem og rétt förgun efnanna.
Kynnt verða lög og reglugerðir er varða notkun á efnum í þessum hættuflokkum. Farið í hvers konar tæki eru notuð til úðunar, dreifingar og skömmtunar á plöntuverndarvörum og útrýmingarefnum, ásamt útskýringum á virkni og meðferð tækjanna.
Námsmat: Námsmatið fer fram rafrænt og aðgengilegt á kennsluvef skólans. Fjölvalsspurningapróf er lagt fyrir þriðjudaginn 12. mars kl. 10 og eru prófhlutar þrír. Hver prófhluti er með 20 fjölvalsspurningum (krossaspurningum). Gefnar eru 30 mínútur til að svara hverjum prófhluta, samtals 90 mínútur, eða einn og hálfan klukkutíma fyrir prófhlutana þrjá. Prófið er opið frá kl. 9 – 23.30 og geta nemendur ákveðið hvenær þau taka prófið á þeim tíma. Um leið og prófið er opnað fær nemandi 30 mínútur fyrir hvern prófhluta eða samtals 90 mínútur til að svara og lokast prófið að þeim tíma liðnum.
Vinsamlega athugið að próftími gefur lítið eða ekkert svigrúm til að leita svara í fyrirliggjandi námsefni og mikilvægt að mæta vel undirbúinn til prófs.
Námskröfur: Nemandi skal að lágmarki fá 7,0 í einkunn fyrir hvern matshluta. Mikilvægt er að hafa í huga að vera vel undirbúinn fyrir prófið þar sem námsefnið er yfirgripsmikið og ríkar kröfur gerðar til nemenda. Þeir sem standast próf fullnægja skilyrðum Umhverfisstofnunar til þess að sækja um notendaleyfi fyrir meðferð varnarefna í landbúnaði og garðyrkju og meðferð útrýmingarefni vegna notkunar við eyðingu meindýra. Sækja þarf um réttindi til Umhverfisstofnunar.
Kennarar: Fjölmargir sérfræðingar kenna á námskeiðinu og eru þeir allir sérfræðingar á sínu sviði. Sjá nánar í stundaskrá sem send er á nemendur þegar námið hefst.
Kennsla: Námið er í fjarkennslu og verða upptökur af fyrirlestrum aðgengilegar á kennsluvef skólans fram yfir prófdag. Námið telst vera 38 kennslustundir samtals og verður dagskrá námsins raðað niður á daga á kennsluvefnum.
Kennsluvefur: Kennsluvefur skólans heitir Ugla. Kennsluskrifstofa Landbúnaðarháskóla Íslands veitir nemendum aðgang að kennsluvef skólans og er aðgangurinn opinn fram á prófdag. Við hvetjum nemendur til að kynna sér kennsluvefinn strax og hvernig námið er skipulagt, tímaröð fyrirlestra, lesefni og hagnýtar upplýsingar sem þar er að finna. Borið hefur á því að nemendur ætla sér að fara inn á kennsluvefinn rétt fyrir próf og hafa lent í vandræðum með innskráningu og hefur opnunartími kennsluskrifstofu áhrif á hversu fljótt nemendur komast inn á kennsluvefinn. Netfang kennsluskrifstofu er: kennsluskrifstofa@lbhi.is.
Einnig er hægt að hringja í síma 433 5000 og óska eftir sambandi við kennsluskrifstofu. Opnunartími kennsluskrifstofu er:
– Mánudaga til miðvikudaga: 8.00 – 16.00
– Fimmtudaga og föstudaga: 8.00 – 13.00
Skrifstofa Endurmenntunar LBHÍ: Hægt er að hafa samband við Áshildi Bragadóttur endurmenntunarstjóra með því að senda tölvupóst á netfangið ashildur@lbhi.is. Ef erindið er brýnt og þolir ekki bið er hægt að hringja í Áshildi í síma 782 1202.
Verð: 179.000 kr.
Hagnýtar upplýsingar: Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám.
Nám í meðferð útrýmingarefna við eyðingu meindýra
Námið er einkum ætlað þeim sem vilja öðlast notendaleyfi fyrir útrýmingarefnum vegna notkunar við eyðingu meindýra.
Nám í meðferð útrýmingarefna í meindýravörnum er metið til 2 framhaldsskólaeininga (fein).
Fjallað verður um lífshætti helstu meindýra hér á landi, bæði hryggleysingja og hryggdýra. Farið verður yfir helstu lög og reglugerðir sem snerta starfssemi meindýraeyða. Þá verður fjallað um meðferð, rétt val og öryggi ýmiskonar búnaðar sem meindýraeyðar nýta í starfi sínu. Kynnt verður virkni og skaðsemi þeirra efna sem meindýraeyðar nota í sínu daglega starfi sem og rétt förgun efnanna.
Námsmat: Prófið er rafrænt og er aðgengilegt á kennsluvef skólans. Fjölvalsspurningapróf verður lagt fyrir xx. xxx 2025 og eru prófhlutar tveir (námshluti I og II), hver með 20 fjölvalsspurningum (krossaspurningum). Gefnar eru 30 mínútur til að svara hverjum prófhluta, samtals 60 mínútur, eða klukkutími og korter. Prófið er opið frá kl. 9 – 23.30 og geta nemendur ákveðið hvenær þau taka prófið á þeim tíma. Um leið og prófið er opnað fær nemandi 30 mínútur til að svara hvorum prófhluta og lokast prófið að þeim tíma liðnum.
Vinsamlega athugið að próftími gefur lítið eða ekkert svigrúm til að leita svara í fyrirliggjandi námsefni og mikilvægt að mæta vel undirbúinn til prófs.
Námskröfur: Nemandi skal að lágmarki fá 7,0 í einkunn fyrir hvern matshluta. Mikilvægt er að hafa í huga að vera vel undirbúinn fyrir prófið þar sem námsefnið er yfirgripsmikið og ríkar kröfur gerðar til nemenda. Þeir sem standast próf fullnægja skilyrðum Umhverfisstofnunar til þess að sækja um notendaleyfi fyrir meðferð varnarefna í landbúnaði og garðyrkju og meðferð útrýmingarefni vegna notkunar við eyðingu meindýra. Þegar nemandi hefur fengið staðfestingu um að hafa staðist námið hjá Endurmenntun LBHÍ er næsta skref að sækja um réttindi til Umhverfisstofnunar.
Kennarar: Fjölmargir sérfræðingar kenna á námskeiðinu og eru þeir allir sérfræðingar á sínu sviði. Sjá nánar í stundaskrá sem send er á nemendur rétt áður en námskeiðið hefst.
Kennsla: Námið er í fjarkennslu og verða upptökur af fyrirlestrum aðgengilegar á kennsluvef skólans fram yfir prófdag. Námið telst vera 26 kennslustundir samtals og verður dagskrá námsins raðað niður á daga á kennsluvefnum.
Kennsluvefur: Kennsluvefur skólans heitir Ugla. Kennsluskrifstofa Landbúnaðarháskóla Íslands veitir nemendum aðgang að kennsluvef skólans og er aðgangurinn opinn fram á prófdag. Við hvetjum nemendur til að kynna sér kennsluvefinn strax og hvernig námið er skipulagt, tímaröð fyrirlestra, lesefni og hagnýtar upplýsingar sem þar er að finna. Borið hefur á því að nemendur ætla sér að fara inn á kennsluvefinn rétt fyrir próf og hafa lent í vandræðum með innskráningu og hefur opnunartími kennsluskrifstofu áhrif á hversu fljótt nemendur komast inn á kennsluvefinn. Netfang kennsluskrifstofu er: kennsluskrifstofa@lbhi.is.
Einnig er hægt að hringja í síma 433 5000 og óska eftir sambandi við kennsluskrifstofu. Opnunartími kennsluskrifstofu er:
– Mánudaga til miðvikudaga: 8.00 – 16.00
– Fimmtudaga og föstudaga: 8.00 – 13.00
Skrifstofa Endurmenntunar LBHÍ: Hægt er að hafa samband við Áshildi Bragadóttur endurmenntunarstjóra með því að senda tölvupóst á netfangið ashildur@lbhi.is. Ef erindið er brýnt og þolir ekki bið er hægt að hringja í Áshildi í síma 782 1202.
Verð: 110.000 kr.
Hagnýtar upplýsingar: Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám.
Nám í meðferð plöntuverndarvara
Námið er einkum ætlað þeim sem vilja öðlast notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum vegna notkunar í landbúnaði og garðyrkju, þar með talin garðaúðun.
Nám í meðferð plöntuverndarvara er metið til 2 framhaldsskólaeininga (fein).
Farið verður yfir helstu skaðvalda sem við er að eiga í ræktuninni. Hvaða úrræði eru möguleg til að verjast þeim óværum sem við er að eiga. Sagt verður almennt frá samsetningu varanna og verkun þeirra og hvernig megi nota þau á sem tryggastan hátt.
Kynnt verða lög og reglugerðir er varða notkun á efnum í þessum hættuflokkum. Farið í hvers konar tæki eru notuð til úðunar, dreifingar og skömmtunar á plöntuverndarvörum, ásamt útskýringum á virkni og meðferð tækjanna.
Námsmat: Prófið er rafrænt og aðgengilegt á kennsluvef skólans. Fjölvalsspurningapróf verður lagt fyrir xx.xxx 2025 og eru prófhlutar tveir (námshluti I og III), hver með 20 fjölvalsspurningum (krossaspurningum). Gefnar eru 30 mínútur til að svara hverjum prófhluta, samtals 60 mínútur. Prófið er opið frá kl. 9 – 23.30 og geta nemendur ákveðið hvenær þau taka prófið á þeim tíma. Um leið og prófið er opnað fær nemandi 30 mínútur til að svara hvorum prófhluta og lokast prófið að þeim tíma liðnum.
Vinsamlega athugið að próftími gefur lítið eða ekkert svigrúm til að leita svara í fyrirliggjandi námsefni og mikilvægt að mæta vel undirbúinn til prófs.
Námskröfur: Nemandi skal að lágmarki fá 7,0 í einkunn fyrir hvern matshluta. Mikilvægt er að hafa í huga að vera vel undirbúinn fyrir prófið þar sem námsefnið er yfirgripsmikið og ríkar kröfur gerðar til nemenda. Þeir sem standast próf fullnægja skilyrðum Umhverfisstofnunar til þess að sækja um notendaleyfi fyrir meðferð varnarefna í landbúnaði og garðyrkju og meðferð útrýmingarefni vegna notkunar við eyðingu meindýra. Þegar nemandi hefur útskrifast frá Endurmenntun LBHÍ er hægt að sækja um réttindi til Umhverfisstofnunar.
Kennarar: Fjölmargir sérfræðingar kenna á námskeiðinu og eru þeir allir sérfræðingar á sínu sviði. Sjá nánar í stundaskrá sem send er á nemendur.
Kennsla: Námið er í fjarkennslu og verða upptökur af fyrirlestrum aðgengilegar á kennsluvef skólans fram yfir prófdag. Námið telst vera 28 kennslustundir samtals og verður dagskrá námsins raðað niður á daga á kennsluvefnum.
Kennsluvefur: Kennsluvefur skólans heitir Ugla. Kennsluskrifstofa Landbúnaðarháskóla Íslands veitir nemendum aðgang að kennsluvef skólans og er aðgangurinn opinn fram á prófdag. Við hvetjum nemendur til að kynna sér kennsluvefinn strax og hvernig námið er skipulagt, tímaröð fyrirlestra, lesefni og hagnýtar upplýsingar sem þar er að finna. Borið hefur á því að nemendur ætla sér að fara inn á kennsluvefinn rétt fyrir próf og hafa lent í vandræðum með innskráningu og hefur opnunartími kennsluskrifstofu áhrif á hversu fljótt nemendur komast inn á kennsluvefinn. Netfang kennsluskrifstofu er: kennsluskrifstofa@lbhi.is.
Einnig er hægt að hringja í síma 433 5000 og óska eftir sambandi við kennsluskrifstofu. Opnunartími kennsluskrifstofu er:
– Mánudaga til miðvikudaga: 8.00 – 16.00
– Fimmtudaga og föstudaga: 8.00 – 13.00
Skrifstofa Endurmenntunar LBHÍ: Hægt er að hafa samband við Áshildi Bragadóttur endurmenntunarstjóra með því að senda tölvupóst á netfangið ashildur@lbhi.is. Ef erindið er brýnt og þolir ekki bið er hægt að hringja í Áshildi í síma 782 1202.
Verð: 110.000 kr.
Hagnýtar upplýsingar: Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám.
Nám fyrir ábyrgðarmenn í markaðssetningu varnarefna
Réttindanám fyrir ábyrgðarmenn í markaðssetningu plöntuverndarvara og útrýmingarefna er einkum ætlað þeim sem starfs síns vegna þurfa að vera með réttindi á þessu sviði.
Námið er metið til 1 framhaldsskólaeiningar (fein).
Í náminu er fjallað um helstu plöntuverndarvörur og útrýmingarefni, notkun þeirra og varnir. Fjallað er um vinnuvernd og viðbrögð við eitrunum á menn og umhverfi og hvernig hægt er að lágmarka áhættu við meðferð þeirra. Einnig er fjallað um um helstu skaðvalda á Íslandi, notendaleyfi og meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna, vinnuvernd, áhættumat fyrir vinnustaði og margt fleira.
Námsmat: Prófið er rafrænt og aðgengilegt á kennsluvef skólans. Fjölvalsspurningapróf verður lagt fyrir xx. xxx 2025 og er einn prófhluti með 20 fjölvalsspurningum (krossaspurningum). Gefnar eru 30 mínútur til að prófhlutanum. Prófið er opið frá kl. 9 – 23.30 og geta nemendur ákveðið hvenær þau taka prófið á þeim tíma. Um leið og prófið er opnað fær nemandi 30 mínútur til að svara og lokast prófið að þeim tíma liðnum.
Vinsamlega athugið að próftími gefur lítið eða ekkert svigrúm til að leita svara í fyrirliggjandi námsefni og mikilvægt að mæta vel undirbúinn til prófs.
Námskröfur: Nemandi skal að lágmarki fá 7,0 í einkunn fyrir hvern matshluta. Mikilvægt er að hafa í huga að vera vel undirbúinn fyrir prófið þar sem námsefnið er yfirgripsmikið og ríkar kröfur gerðar til nemenda. Þeir sem standast próf fullnægja skilyrðum Umhverfisstofnunar til þess að sækja um notendaleyfi fyrir meðferð varnarefna í landbúnaði og garðyrkju og meðferð útrýmingarefni vegna notkunar við eyðingu meindýra. Þegar nemandi hefur útskrifast frá Endurmenntun LBHÍ er hægt að sækja um réttindi til Umhverfisstofnunar.
Kennarar: Fjölmargir sérfræðingar kenna á námskeiðinu og eru þeir allir sérfræðingar á sínu sviði. Sjá nánar í stundaskrá sem send er á nemendur.
Kennsla: Námið er í fjarkennslu og verða upptökur af fyrirlestrum aðgengilegar á kennsluvef skólans fram yfir prófdag. Námið telst vera 19 kennslustundir samtals.
Kennsluvefur: Kennsluvefur skólans heitir Ugla. Kennsluskrifstofa Landbúnaðarháskóla Íslands veitir nemendum aðgang að kennsluvef skólans og er aðgangurinn opinn fram á prófdag. Við hvetjum nemendur til að kynna sér kennsluvefinn strax og hvernig námið er skipulagt, tímaröð fyrirlestra, lesefni og hagnýtar upplýsingar sem þar er að finna. Borið hefur á því að nemendur ætla sér að fara inn á kennsluvefinn rétt fyrir próf og hafa lent í vandræðum með innskráningu og hefur opnunartími kennsluskrifstofu áhrif á hversu fljótt nemendur komast inn á kennsluvefinn. Netfang kennsluskrifstofu er: kennsluskrifstofa@lbhi.is.
Einnig er hægt að hringja í síma 433 5000 og óska eftir sambandi við kennsluskrifstofu. Opnunartími kennsluskrifstofu er:
– Mánudaga til miðvikudaga: 8.00 – 16.00
– Fimmtudaga og föstudaga: 8.00 – 13.00
Skrifstofa Endurmenntunar LBHÍ: Hægt er að hafa samband við Áshildi Bragadóttur endurmenntunarstjóra með því að senda tölvupóst á netfangið ashildur@lbhi.is. Ef erindið er brýnt og þolir ekki bið er hægt að hringja í Áshildi í síma 782 1202.
Verð: 70.000 kr.
Hagnýtar upplýsingar: Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám.
Hvanneyri – 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590
Endurmenntun LBHÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590