Raunfærnimat

Raunfærnimat

Mat á raunfærni byggist á þeirri hugmynd að nám fari ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins heldur við allskonar aðstæður og í alls konar samhengi. Allt nám er verðmætt og því mikilvægt að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað. Raunfærni er því samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi.

Á starfsmenntasviði LbhÍ hefur verið í boði að fara í raunfærnimat í ákveðnum fögum. Hefur þá raunfærnimatið verið unnið í samvinnu við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og ýmsar símenntunarmiðstöðvar.

Ýmsar upplýsingar um raunfærnimat má finna á síðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og einnig inn á heimasíðunni Næsta skref.

Námsbrautir hjá LbhÍ sem hafa boðið upp á raunfærnimat

Búfræði

Námsbraut: Búfræði

Umsjón raunfærnimats: Símenntun Vesturlands, www.simenntun.is, sími: 437-2390, netfang: simenntun@simenntun.is

Nánari upplýsingar um námið: Búfræðingur sér um fóðrun, hirðingu og meðferð dýra, býr yfir þekkingu og færni í notkun og umhirðu landbúnaðartengdra véla, þekkingu á þörfum landbúnaðarins og þekkingu á ræktun og nýtingu plantna til fóðuröflunar og beitar. Hann hefur þekkingu á ræktun og kynbótum búfjár. Hann er meðvitaður um lög og reglur sem tengjast landbúnaðarframleiðslu og gætir að umhverfi og öryggi. Hann nýtir auðlindir landsins á skynsamlegan hátt með sjálfbærni og afurðir að leiðarljósi.

Vefur námsbrautarinnar: http://www.lbhi.is/bufraedi_0

Námsbrautin á samfélagsmiðlumhttps://www.facebook.com/lbhi.is

Brautarstjóri: Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, netfang: eyjo@lbhi.is,

Starfsmenntanám við LbhÍ

  • Búfræði
  • Blómaskreytingar
  • Ylrækt
  • Lífræn ræktun matjurta
  • Garð- og skógarplöntur
  • Skógur og náttúra
  • Skrúðgarðyrkja

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð

Keldnaholt - 112 Reykjavík

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590