Almennar upplýsingar um námið
– Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur –
Námskeiðið er opið öllum og hentar sérstaklega vel fyrir áhugafólk um garðyrkju og alla sem vilja læra hvernig staðið skuli að klippingu trjáa og runna.
Námskeið er byggt upp bæði sem bókleg og verklegt kennsla. Þátttakendur kynnast helstu vélum og verkfærum sem notuð eru til trjá- og runnaklippinga og gera verklegar æfingar í trjáklippingum. Fjallað verður um trjáklippingar og hvernig meta skal ástand trjágróðurs, sem og almennar runnaklippingar og limgerðisklippingar.
Þátttakendur eru beðnir um að taka með sér verkfæri sem þeir eiga og mikilvægt er að vera í vinnufatnaði í samræmi við veður fyrir verklega tímann.
Hámarks fjöldi þátttakenda eru 10 manns.
Kennsla: Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari og brautarstjóri skrúðgarðyrkjubrautar við LbhÍ.
Tími: Lau. 12. mars kl. 9.00 – 15.30
Staður: Hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi
Verð: 33.000 kr. (Kennsla, námsgögn, kaffi – og hádegisverður er innifalið í verði)
Hagnýtar upplýsingar: Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám.
Umsókn
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590