Almennar upplýsingar um námið
Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur
Námskeiðið er endurmenntunarnámskeið ætlað öllum garðyrkjufræðingum sem vilja bæta þekkingu sína og rifja upp og læra nýjar trjá- og runnaklippingar.
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Á námskeiðinu verður fjallað um aðferðir við trjá- og runnaklippingar, bæði nýjar og gamlar. Kennd veður lífsstarfsemi trjáa og muninn á heilbrigði þeirra í náttúrulegu umhverfi og borgarumhverfi.
Þátttakendur læra hvernig gróður brest við áreiti, svo sem klippingum, og hvernig lágmarka megi skaða þegar tré eru snyrt.
Fjallað verður um trjáklippingar og hvernig meta skal ástand trjágróðurs, hvernig meta á ástand trjáa áður en þau eru klippt svo hægt sé að gera sér grein fyrir því hvaða inngrip henta hverju þeirra, hvenær á að klippa og hvenær ekki.
Einnig verður farið yfir hvaða klippingu mismunandi tegundir þurfa s.s. eðalrósir, klifurplöntur, skriðular plöntur o.fl.
Þá verða verklegar æfingar í mati á trjám og klippingum auk þess sem farið verður lauslega í viðhald verkfæra.
Hámarks fjöldi þátttakenda: 10.
Kennari: Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari og brautarstjóri skrúðgarðyrkjubrautar hjá LbhÍ.
Tími: Mið. 17. feb. kl. 9-14 og fim. 18. feb. kl. 9-14. Kennsla fer fram hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi og á Keldnaholti og munu þátttakendur fá nánari upplýsingar þegar nær dregur.
Verð: 49.000 kr. (Námskeiðsgögn, áhöld, kaffi og hádegisverðir báða dagana er innifalið).
Hagnýtar upplýsingar: Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám.
Umsókn
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590