Matvælamarkaðurinn og þróunin á neytendamarkaði

Haldið í samstarfi við Samtök smáframleiðenda matvæla og Bændasamtök Íslands

Námskeið fyrir bændur, matvælaframleiðendur, smásöluaðila, og alla þá sem hafa áhuga á íslenskri matvælaframleiðslu og þróuninni á neytendamarkaði á Íslandi. 

Fjallað verður um uppbyggingu matvælamarkaðarins hér á landi, hverjir séu helstu aðilarnir á markaðinum
og hvað það sé sem helst einkennir þá. Þátttakendur fái einnig góða innsýn í ólíkar söluleiðir,
kosti þeirra og galla og hvað beri að hafa í huga þegar þær eru notaðar.

Einnig verður fjallað um þá þróun sem átt hefur sér stað á neytendamarkaði undanfarinn áratug, meðal annars það sem tengist helstu vottunum og upprunamerkingu matvæla, tækifærum sem felast í betri merkingum matvæla, áherslu á umhverfisvernd, dýravelferð og sjálfbærni.

Þátttakendur fá einnig innsýn í matarhefðir og svæðisbundna matargerð, hvað matarhandverk er, hver helstu verðmæti matarhandverks eru og aðgreining þess með sérstöku vottunarmerki.

Oddný Anna Björnsdóttir er leiðbeinandi námskeiðsins. Hún er með víðtæka stjórnunarreynslu og hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði matvæla og landbúnaðar í hálfan áratug, rekur opna býlið Geislar Gautavík og er framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla, sjá nánar hér.

Gestafyrirlesarar eru Hildur Harðardóttir sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Krónunnar, Sveinbjörg Jónsdóttir framkvæmdastjóri Me&Mu og Sævar Már Þórisson framkvæmdastjóri vörusviðs Heimkaupa.

Tími: Þriðjudagurinn 23. nóvember, kl. 9.00-12.40 á Teams

Fjarfundur: Þátttakendur fá sendan hlekk deginum áður, eða 20. september, og geta tengt sig beint inn á fundinn að morgni 21. september án þess að vera með Teams

Verð: 24.000 kr. 

Nánari dagskrá hér fyrir neðan

Umsókn

Dagskrá 

9:00-09:50        Uppbygging matvælamarkaðarins – Oddný Anna Björnsdóttir
10:00-10:50         Þróunin á neytendamarkaði og matarhandverk – Oddný Anna Björnsdóttir
11:00-11:20         Sérstaða Krónunnar og samtalið við viðskiptavininn – Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir
11:25-11:45           Þróunin og tækifæri í sölu á netinu fyrir íslenska framleiðendur – Sævar Már Þórissson
11:50-12:10         “Hægt og bítandi” – góðir hlutir gerast hægt – Sveinbjörg Jónsdóttir
12:15-12:35           Umhverfismál selja – Hildur Harðardóttir
12:35-12:40         Lokaorð – Oddný Anna Björndóttir

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.