Vottanir og upprunamerkingar matvæla og tækifærin sem felast í betri merkingum matvæla

 Haldið í samstarfi við Samtök smáframleiðenda matvæla og Bændasamtök Íslands

Námsskeið fyrir bændur, matvælaframleiðendur, smásala og alla þá sem vilja fræðast um alþjóðlegar og innlendar vottnari og upprunamerkingar fyrir matvæli og þau tækifæri sem felast í betri merkingum matvæla. 

Fjallað verður um Evrópsku matvælalöggjöfina og þau tækifæri sem felast í betri merkingum matvæla og helstu tillögur samráðshóps um betri merkingar matvæla um hvernig bæta megi aðgengi neytenda að upplýsingum um matvæli.

Einnig verður farið yfir skilgreiningar á helstu vottunarhugtökum, vottunarferlið kynnt og hvað beri að hafa í huga við val á vottun og staðli, sem og við val á innlendum og erlendum vottunaraðilum.

Þátttakendur fá einnig innsýn í hverjar helstu alþjóðlegu og innlendu vottanir og upprunamerkingar fyrir matvæli eru, hver helsti ávinningurinn af vottunum sé og áskoranir þeim tengdum. Þá verður fjallað um hvaða vottanir og upprunamerkingar íslensk fyrirtæki í útflutningi eru helst að nota og hver helsta áhersla þeirra er í markaðssetningu.

Oddný Anna Björnsdóttir er leiðbeinandi námskeiðsins. Oddný vann greiningu fyrir Íslandsstofu um vottanir og upprunamerkingar matvæla og var formaður samráðshóps um betri merkingar matvæla. Oddný er með víðtæka stjórnunarreynslu og hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði matvæla og landbúnaðar í hálfan áratug, rekur opna býlið Geislar Gautavík og er framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla, sjá nánar hér.

Gestafyrirlesarar eru Björn S. Gunnarsson vöruþróunarstjóri Mjólkursamsölunnar, Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, Eygló Björk Ólafsdóttir eigandi Móður Jarðar í Vallanesi og
Gunnar Á.  Gunnarsson framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns.

Tími: Þriðjudagurinn 12. október kl. 9.00-12.40 – á Teams

Fjarfundur á Teams: Þátttakendur fá sendan hlekk deginum áður, eða 11. október, og geta tengt sig beint inn á fundinn að morgni 12. október án þess að vera með Teams í tölvu sinni.

Verð: 24.000 kr. 

Nánari dagskrá hér fyrir neðan

Umsókn

Dagskrá 

9:00-09:50        Tækifærin sem felast í betri merkingum matvæla – Oddný Anna Björnsdóttir
10:00-10:50         Vottanir og upprunamerkingar matvæla – Oddný Anna Björnsdóttir
11:00-11:20         Merkingar matvæla frá sjónarhóli neytenda – Brynhildur Pétursdóttir
11:25-11:45           Vottun lífrænnar framleiðslu: Undirbúningur, framkvæmd og ávinningur – Gunnar Á. Gunnarsson
11:50-12:10         (Heiti erindis kemur síðar) – Björn S. Gunnarsson
12:15-12:35           Reynslusaga framleiðanda af lífrænni vottun – Eygló Björk Ólafsdóttir
12:35-12:40         Lokaorð – Oddný Anna Björndóttir

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.