Útgefið efni

Útgefið efni

Í gegnum tíðna hefur Endurmenntun LbhÍ komið að útgáfu námsefnis á einn eða annan hátt. Sum þessara rita eru til sölu hjá skólanum. Hægt er að panta eintak og fá sent með því að senda tölvupóst á rannsokn@lbhi.is eða hringja í síma 433-5000

Bækur og rit

Border Collie Fjárhundar - leiðarvísir um þjálfun og uppeldi

Heiti: Border Collie Fjárhundar – leiðarvísir um þjálfun og uppeldi

Höfundur: Elísabet Gunnarsdóttir

Verð: 3.500 kr

Þó áhugi manna á Border Collie fjárhundum hafi aukist á undanförnum árum og sífellt fleiri eigi hunda sér til gagns og gamans, er fjárhundamenning á Íslandi ung. Framboð á íslensku fræðslu­efni um Border Collie fjárhunda og tamningu þeirra hefur ekki aukist í takt við aukna útbreiðslu tegundarinnar. Margir þeir sem eiga slíka hunda gera sér ekki endilega grein fyrir hvaða væntingar þeir geta haft til hundsins eða hvaða vinna liggur að baki tömdum hundi. Allt of algengt er að bændur fari með hund í smalamennskur án þess að nokkur markviss tamning hafi átt sér stað og skammi svo hundinn þegar hann gegnir ekki. Það er því miður hlutskipti margra hunda sem vel gætu orðið ágætis fjárhundar, að sinna mjög takmörkuðum verkefnum eða vera jafnvel lokaðir inni þegar á að fást við fé. Útgáfa þessarar bókar mun vonandi stuðla að jákvæðri breytingu þar á.

Það er mikill ávinningur af því að eiga og ná tökum á góðum fjárhundi. Í bókinni er fjallað nokkuð ítarlega um tamningarferlið þó aldrei sé hægt að fjalla um allar mögulegar aðstæður sem geta komið upp í tamningunni. Þær leiðir sem eru kynntar í bókinni eru nokkuð hefðbundnar og ættu að vera flestum færar. Það er þó ekki svo að það sé einhver ein leið til að temja hund. Þó flestir þeir sem temja fjárhunda með góðum árangri beiti í grundvallaratriðum svipuðum aðferðum, þá hefur hver hundaþjálfari sitt lag á að gera hlutina og ekki síður við að segja frá þeim. Lesendur eru því hvattir til að leita sér þekkingar víðar eigi þeir þess kost. Síðan er það auðvitað æfingin sem skapar meistarann. Það er von okkar sem stöndum að þessari bók að á næstu árum glæðist áhugi á smalahundum, ræktun og tamningu þeirra enn frekar og er bókin að okkar mati mikilvægur liður í þeirri þróun.

Skógarauðlindin - ræktun, umhirða og nýting.

Heiti: Skógarauðlindin – ræktun, umhirða og nýting.

Höfundur: Ýmsir aðilar

Verð: 4.400 kr

Þekking á atvinnugreininni er forsenda þess að góður árangur náist og skili ásættanlegum arði. Í skógrækt er þekking og yfirsýn þannig undirstaða þess að hægt sé að skipuleggja starfsemina og taka réttar ákvarðanir á hverjum tíma, því aðgerðir eða aðgerðaleysi dagsins í dag ráða miklu um lokaútkomu langtímaverkefnis eins og ræktunar nytjaskóga. Bókinni er ætlað það hlutverk að gefa yfirlit yfir helstu atriði sem hyggja þarf að við ræktun skóga. Hér er farið yfir undirbúning og skipulagningu, og helstu framkvæmdaatriði í ræktun og umhirðu miðað við reynslu og aðstæður hér á landi.

Skógarbók Grænni skóga - Alhliða upplýsingarit um skógrækt á Íslandi

Heiti: Skógarbók Grænni skóga – Alhliða upplýsingarit um skógrækt á Íslandi

Höfundur: Ýmisr aðilar

Verð: 3.000 kr

Skógarbók Grænni skóga er kennslu- og handbók sem byggir á námskeiðaröðinni Grænni skógar. Bókin er alhliða fræðirit þar sem meðal annars er fjallað um undirbúning skógræktar, uppgræðslu, val á trjátegundum, umhirðu skóga, vistfræði skóga, úrvinnslu skógarafurða og útivist í skógum. Bókin nýtist öllum þeim sem vilja fræðast um skóga og skógrækt á Íslandi.

Ostagerð - Heimavinnsla mjólkurafurða

Heiti: Ostagerð – Heimavinnsla mjólkurafurða

Höfundur: Þórarinn Egill Sveinsson

Verð: 2.500 kr

Þessi bók inniheldur efni sem tekið var saman í framhaldi af námskeiði á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, sem byrjaði árið 2009, undir yfirskriftinni: Heimavinnsla mjólkurafurða. Megináhersla er lögð á ostagerð úr kúamjólk og mjólk sem hráefni, þó einnig verði minnst á aðrar tegundir mjólkur og framleiðsluvörur. Markmið námskeiðsins og bókarinnar er að gera heimavinnslu mjólkur, ostagerð og aðrar mjólkurvinnslu aðgengilega fyrir mjólkurframleiðendur og neytendur. Þannig má auka hagkvæmi mjólkurframleiðslunnar, fjölbreytileika og vöruúrval. Það gefur samt auga leið að stutt námskeið og svona bók gefur ekki nema örlitla innsýn í úrvinnslu mjólkur. Reynt er að skyggnast undir yfirborð fræðanna, vekja áhuga, efla og hvetja til áframhaldandi sjálfsnáms. Af nógu er að taka.

Geitafjárrækt

Heiti: Geitafjárrækt

Höfundur: Birna Kristín Baldursdóttir

Verð

Starfsmenntanám við LbhÍ

  • Búfræði
  • Blómaskreytingar
  • Ylrækt
  • Lífræn ræktun matjurta
  • Garð- og skógarplöntur
  • Skógur og náttúra
  • Skrúðgarðyrkja