Almennar upplýsingar um námið
Handverk og efnisnotkun í innviðum á ferðamannastöðum.
Námskeiðið er ætlað verktökum og ráðgjöfum, hönnuðum og umsjónaraðilum ferðamannastaða.
Námskeiðið verður bæði bók- og verklegt með áherslu á stað- og hefðbundið handverk og hvernig það getur nýst við landmótun og uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum, en í drögum að Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarlegum minjum er eindregið mætl með að nýttur sé efniviður úr nærumhverfi viðkomandi staða.
Ýmiskonar hleðslur verða kynntar og lausnir sýndar. Þá verður fjallað um ýmis innlend- og erlendi dæmi, útfrá mismunandi stefnum og aðstæðum og þeim spurningum velt upp hvort jafnvel megi viðhalda víðernis- eða náttúruupplfun með réttu efnisvali, yfirbragði og handverki.
Kennsla:
Tími:
Verð:
Umsókn
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590