Sauðfjársæðingar | Endurmenntun

Sauðfjársæðingarnámskeið

 –  Haldið í samstarfi við búnaðarsambönd víða um land 

Sauðfjársæðingarnámskeiðið er ætlað sauðfjárbændum og þeim sem hafa áhuga á að starfa eða starfa nú þegar við sauðfjársæðingar. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.

Sauðfjársæðingarnámskeið á vegum Endurmenntunar LBHÍ eru fyrir sauðfjárbændur og þau sem hafa áhuga á að starfa eða starfa nú þegar við sauðfjársæðingar og er námskeiðið bæði bóklegt og verklegt.

Í dag er lögð mikil áhersla á sæðingar með vernd­andi eða mögu­lega vernd­andi arf­gerðum gegn riðuveik. Því eru mikil tækifæri fólgin í því að endurmennta sig í sauðfjársæðingum með leiðsögn reynds dýralæknis og kennara

Á námskeiðinu er fjallað stuttlega um sögu sauðfjársæðinga. Æxlunarfærum sauðkinda er lýst og farið yfir helstu atriði varðandi æxlunarlíffræði þeirra. Einnig er fjallað um sæðingar, hvernig best er að standa að þeim, hvenær rétti sæðingatíminn er og hvað felst í samstillingu gangmála.

Kennd er meðferð sæðis og verklag við sæðingar í fjárhúsi. Þá er einnig rætt um smitvarnir.

Að námskeiði loknu eiga nemendur að geta sætt ær og metið hvernig bestum árangri verður náð.

KENNARI
Þorsteinn Ólafsson dýralæknir er kennari á námskeiðinu sem hefur áralanga reynslu af því að kenna sauðfjársæðingar í gegnum Endurmenntun LBHÍ.

Til að tryggja þátttöku þarf að ganga frá greiðslu í skráningarferlinu. Hægt er að greiða með debet- og kreditkorti.

NÁMSKEIÐ Í BOÐI
Hægt er að velja á milli tveggja ólíkra staða og tímasetninga. Þegar smellt er á skráningarhnappinn hér efst á síðunni færist þú yfir á skráningarsíðuna okkar þar sem þú velur svo að endingu hvaða námskeið þú vilt sækja:

  • Stóra-Ármóti við Selfoss miðvikudaginn 26. nóvember kl. 13-17.
  • Hjá LBHÍ á Hvanneyri í Borgarfirði fimmtudaginn 27. nóvember kl. 13-17.
  • Í Farskólanum á Sauðárkróki, föstudaginn 28. nóvember kl. 13-17.
  • Búgarði á Akureyri, mánudaginn 1. desember kl. 13-17.
  • Miðvangi á Egilsstöðum þriðjudaginn 2. desember kl. 13-17.

VERÐ
35.000 kr. –  innifalið í verði er verkleg og bókleg kennsla, námskeiðsgögn og kaffiveitingar

Umsókn er ekki staðfest nema gengið sé frá greiðslu í umsóknarferlinu með debet- eða kreditkorti.

– Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið – 

Mikilvægar upplýsingar um greiðsluskilmála og greiðslukjör

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð

Keldnaholt - 112 Reykjavík

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590