Umsókn
Jarðfræði Íslands
Ísland er jarðsögulega séð mjög ungt land sem er staðsett úti á miðju Atlantshafi. en hvað varð til þess að landið myndaðist á sínum tíma, og hvað mótaði það í þá mynd sem við þekkjum í dag ?
Á námskeiðinu Jarðfræði Íslands verður fjallað um jarðfræði og jarðsögu Íslands og farið yfir helstu ferli sem hafa áhrif á, og hafa haft áhrif á. myndun og mótun landsins. Fjallað er um flekarek (opnun N-Atlantshafsins), möttulstrókinn, færslu gos- og rekbelta, megineldstöðvar og eldgos, upphleðslu jarðlaga, gliðnun landsins, jarðskjálfta og jarðhitasvæði. Einnig er fjallað um Ísaldir, útbreiðslu jökla, jökulhörfun, jökulrof, áflæði og afflæði og ummerki þessa.
Dæmi eru tekin um aðferðir sem notaðar hafa verið til að kortleggja jarðsögu Íslands, s.s. fornsegulsvið, steingervingafræði, setkjarna af landgrunni og stöðuvötnum og rætt um íslenskar bergtegundir og mismunandi ásýndir þeirra, sem og helstu náttúruaulindir landsins, bæði orkuauðlindir og hagnýt jarðefni.
Fjallað almennt um hagnýta nýtingu jarðfræði og jarðfræðiupplýsinga við mannvirkjagerð,ýmsar framkvæmdir og orkuvinnslu. Og rætt verður um kornakúrfur og aðrar jarðtæknilegar prófunaraðferðir, jarðkannanir, notkun jarðefna við ýmsar aðstæður og úrvinnsla og túlkun jarðfræðilegra gagna.
Æskilegar forkröfur eru stúdentspróf.
Námskeiðið er kennt á Hvanneyri en hægt að stunda það alfarið í fjarnámi þar sem hægt er að horfa á upptökur af fyrirlestrum að kennslu lokinni. Námskeiðið er 7 vikna langt og heildarfjöldi fyrirlestrartíma eru 30 kennslustundir (40 mín).
Stundaskrá og nánari upplýsingar má nálgast á kennsluvef LBHÍ:
UGLA LBHÍ
Nemendur sem sækja þetta námskeið í gegnum Endurmenntun sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í nám hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemendur sem uppfylla öll skilyrði til próftöku (stúdentspróf) og ljúka tilskyldum prófum gefst kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs.
Kennari: Brynhildur Magnúsdóttir jarðfræðingur og stundakennari hjá LBHÍ
Tími: Námskeiðið er kennt á fyrri vorönn og hefst kennsla formlega mán. 8. jan. og lýkur fös. 23. feb.
Prófavika er 26. feb. til 6. mars
Staður: Allir tímar teknir upp og hægt að horfa á þá á kennsluvef skólans en einnig er hægt að vera í staðnámi hjá LBHÍ á Hvanneyri
Verð: 54.000 kr.
Athygli er vakin á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína
til að sækja nám og námskeið
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590