Almenn dýrafræði

– 6 ECTS –

Á námskeiðinu er  farið yfir undirstöðuatriði dýrafræði og nemendur munu kynnast breytileika í þróun hryggdýra, með áherslu á líkamsbyggingu, beinagrindur, hreyfingu og fæðunám.

Dýralífeðlisfræði er einnig kennd með áherslu á samvægi (homestasis), samræmi og stjórnun, auk þess sem nemendur kynnast helstu ættum íslenskra fugla og spendýra.

Í lok námskeiðs eiga nemendur að :
– Hafa skilning og yfirsýn í breytileika hryggdýra og  helstu flokkum dýraríkisins
– Kunna skil á flokkun hryggdýra og geta útskýrt hana í aðalatriðum
– Geta lýst megingerðum og mismunandi aðlögunum í beinagrindum hryggdýra, hreyfikerfum þeirra og fæðunámi
– Geta rakið tengsl dýrahópa í þróunarsögunni
– Geta borið saman lífeðlisfræði dýra m.t.t. samvægis 
– Kunna skil á ættum íslenskra fugla og spendýra, hvort sem er villt dýr eða húsdýr

Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á BS/BA stigi og má meta til 6 ECTS eininga.

Kennsla: Jón Einar Jónsson forstöðumaður rannsóknarsetursins á Snæfellsnesi og  stundakennari hjá LBHÍ

Staður: Hægt að taka í fjarkennslu eða mæta í tíma hjá LBHÍ á Hvanneyri (einn dagur í skyldumætingu)

Tími: Kennt á seinni vorönn (mars-apríl), stundaskrá kynnt þegar nær dregur námskeiði

Kennslufyrirkomulag: Allir fyrirlestrar eru teknir upp og aðgengilegir nemendum á námsvef skólans.
Nemendum er í sjálfvald sett hvort þeir mæta í tíma eða hlusta á upptökur.
Skyldumæting er í einn dag vegna verklegrar kennslu

Verð: 49.000 kr.

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.