Umhverfisskissur og áhrif lita

– 4 ECTS eininga námskeið – 

Umsókn

– Opið fyrir skráningar til 15. ágúst –

Á námskeiðinu er unnið með umhverfisteikningu, fjarvídd og skissuvinnu út frá ólíkum forsendum. Eðli, litir og tónar mismunandi gróðursamfélaga í umhverfinu eru rannsakaðir og skráðir, og litir og efniskennd í manngerðu umhverfi skoðaðir.

Nemendur læra undistöðuatriði litafræðinnar með sérstakri áherslu á eðli vatnslita og möguleikum þeirra við skissuvinnu í hönnun. Stærð litaflata, afstaða og áhrif á upplifun í hönnunarhugmyndum eru til skoðunar og unnið með ljósmynda og skissuverkefni sem tengjast náttúru- og umhverfisskoðun með hliðsjón af mismunandi litaforsendum, myndbyggingu, myndskurði og sjónarhorni. 

Einnig eru athygliverðar tengingar umhverfis og bygginga kynntar, sem og möguleikar þess að tengja saman tækni og skissur, ólíka miðla og aðferðir kynntar á margvíslegan hátt.

Áhersla er lögð á að nemendur dýpki fræðilegan skilning sinn með því að nýta möguleika Internetins og unnið með forritin Power Point og myndvinnsluforrit þar sem það á við.

Námskeiðið er 7 vikna langt á BS stigi og kennt í staðnámi hjá LBHÍ á Hvanneyri í Borgarfirði.  Stundaskrá er hægt að nálgast hér

Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í BS nám í Landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands.

 

Kennari er Helena Guttormsdóttir lektor í landslagsarkitektúr hjá Landbúnaðarháskóla Íslands

Tími: Kennsla hefst 22. ágúst og lýkur 2. október.

Staður: Kennt í staðnámi hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri í Borgarfirði

Verð: 44.000 kr.

– Við minnum á að hægt er að sækja um styrk frá stéttarfélögum til að sækja námskeið á háskólastigi –  

 

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.