Á þessu hnitmiðaða námskeiði er fjallað um akstur um hálendi Íslands, hvað það er sem mikilvægt er að hafa í huga þegar lagt er af stað upp á hálendið.
FJALLAÐ ER MEÐAL ANNARS UM
-
Náttúru Íslands, hvað vegir/slóðar eru, hvað náttúruperlur eru og stutt kynning á Ferðaklúbbi 4×4.
-
Almennt um að ferðast um hálendið, gangandi, hlaupandi, ríðandi, hjólandi, buggy bílar, bílar, rútur, ofl.
-
“Ökum slóðann” verkefnið.
-
Almennt um jeppa, hvað er jeppi, mismunandi eiginleikar, litlir jeppar, miðlungs, stórir og “risastórir”. Hver er helsti munurinn milli ólíkra flokka af jeppum?
-
Mismunandi aðstæður á vegum, grófir vegir, moldarslóðar, sandur, mýrar, sandbleytur.
-
Ár, mismunandi tegundir, hvað ber að varast.
-
Stuttlega um aftanívagn, hvort sem það er kerra, tjaldvagn, fellihýsi eða hjólhýsi – hvað þarf að huga að með grófa vegi og óbrúaðar ár.
-
Hvað þarf að hafa í huga ef draga á annað farartæki – praktísk ráð, bæði þegar verið er að draga bilaðan bíl og eins þegar verið er að losa farartæki sem er fast. Farið verður yfir íslenskur reglur, þ.e. ef tjón verður, þá eru það tryggingar jeppans sem dregur sem tekur tjónið.
-
Samantekt um það helsta sem þarf að hafa með sér í bílnum (einbíla eða í hóp)
FYRIR HVERJA
Námskeiðið hentar öllum þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í að ferðast um hálendi Íslands.
KENNARAR
Kennarar á námskeiðinu eru Aldís Ingimarsdóttir, formaður stjórnar Ferðaklúbbsins 4×4 og Hafliði Sigtryggur Magnússon, varaformaður, en bæði eru með mikla reynslu í að ferðast um hálendi Íslands og þekkja vel til alls þess umhverfis sem snýr að akstri um hálendið, hvort sem það eru praktísk atriði eða regluverkið.
NÁMSKEIÐ Í BOÐI
Fimmtudagur 19. júní, kl. 16-18:30.
KENNSLUFYRIRKOMULAG
Um er að ræða námskeið sem haldið er hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík, Árleyni 22. Boðið er upp á léttar kaffiveitingar á námskeiðinu.
VERÐ
14.900 kr.
Umsókn er ekki staðfest nema gengið sé frá greiðslu í umsóknarferlinu með debet- eða kreditkorti.
– Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið –
Skráning og nánari upplýsingar eru hér fyrir ofan.
Endurmenntun LBHÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590
Hvanneyri – 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590