Beiðslisgreining og frjósemi mjólkurkúa

– Þrjú námskeið í boði –

Beiðslisgreining og frjósemi mjólkurkúa


– Haldið í samstarfi við Búnaðarsamtök Vesturlands, Búnaðarsamband Suðurlands og Búnaðarsamband Eyjafjarðar  – 

Til að hámarka afrakstur kúa reyna kúabændur að láta kýrnar bera einu sinni á ári. Þetta þýðir að kýrnar þurfa að festa fang um það bil 85 dögum eftir burð. Erfiðleikar við beiðslisgreiningu valda því að þetta markmið næst ekki alltaf. Mikil þróun hefur átt sér stað í sjálfvirkum búnaði sem getur veitt bændum dýrmætan stuðning við greiningu á beiðslum. Mikil vanhöld kálfa við 1. burð er vandamál á landsvísu. Allnokkur munur er þó á milli búa hvað þetta varðar.

Á NÁMSKEIÐINU VERÐUR M.A. FJALLAÐ UM
– frjósemi mjólkurkúa almennt og eðlilega hegðun kúnna þegar þær beiða
– hefðbundnar aðferðir til að greina og meta beiðsli hjá kúm
– mismunandi gerðir af sjálfvirkum búnaði og rýnt í hagnýtt gildi þeirra, takmörk og möguleika
– notkun upplýsinga úr huppa.is til að meta frjósemi á búinu
– mismunandi gerðir sæðis og æskilega tímasetningu sæðinga
– áhættuþætti varðandi vanhöld kálfa við 1. burð og mögulegar úrbætur 
– eðlilegt ferli burðar, æskilegan aðbúnað og viðbrögð við burðarerfiðleikum

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að vera betur í stakk búnir til að bæta það sem betur getur farið í búrekstrinum sem snýr að því að koma kálfum í kýrnar.

KENNARI
Höskuldur Jensson dýralæknir

NÁMSKEIÐ Í BOÐI
Hægt er að velja á milli þriggja ólíkra staða og tímasetninga. Þegar smellt er á skráningarhnappinn hér efst á síðunni færist þú yfir á skráningarsíðuna okkar þar sem þú velur svo að endingu hvaða námskeið þú vilt sækja:

– Miðvikudaginn 19. mars kl. 10-17,
LbhÍ á Hvanneyri í Borgarfirði
– Þriðjudaginn 25. mars kl. 10-17 að Stóra-Ármóti við Selfoss
– Fimmtudaginn 3. apríl kl. 10-17, Óseyri 2, Akureyri

VERÐ
34.900 kr. (Innifalið í verði er kennsla, hádegisverður og kaffiveitingar).

Umsókn er ekki staðfest nema gengið sé frá greiðslu í umsóknarferlinu með debet- eða kreditkorti.

– Við vekjum athygli á að hægt er að sækja styrk hjá stéttarfélögum fyrir námskeiði eða námi –

Upplýsingar um greiðsluskilmála og greiðslukjör

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð

Keldnaholt - 112 Reykjavík

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590