Almennar upplýsingar um námið
Námskeiðið er opið öllum, hentar sérstaklega vel þeim sem vinna í blómaverslunum eða hafa það í hyggju sem og áhugafólki.
Síðustu fjórar vikurnar fyrir jól kallast aðventa eða jólafasta. Þessi tími er samofinn blómum, greni og jólaskreytingum, allt gert til að undirbúa jólahátíðina og veita smá birtu inn í skammdegið.
Námskeið er byggt upp bæði sem sýnikennslu og verklegt kennsla. Settar verða saman í bland einfaldar og flóknari skreytingar sem hafa það sameiginlegt að tengjast jólum og aðventunni á einn eða annan máta. Nemendur fá tækifæri til að setja saman sínar eigin jólaskreytingar með handleiðslu fagmanns og taka í lokin með heim afrakstur dagsins.
Kennsla: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir blómaskreytir og Valgerður Jódís Guðjónsdóttir blómaskreytir.
Tími: Næsta námskeið verður haldið síðla árs 2020 og verður auglýst síðar.
Verð:
Umsókn
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590