Um er að ræða hagnýtt grunnnámskeið í bókhaldi sem er sérsniðið að þörfum bænda og rekstraraðila í landbúnaði. Námskeiðið veitir góðan grunn í bókhaldi og hentar þeim sem hafa takmarkaða þekkingu á því sviði.
Námskeiðið er jafnframt góður undanfari fyrir þau sem ætla að taka námskeið í dkBúbót hjá Endurmenntun LbhÍ.
EFNISTÖK NÁMSKEIÐS
Á námskeiðinu eru kennd helstu grundvallaratriði bókhalds þar sem helstu viðfangsefni eru:
- Grunnatriði bókhalds og skráning færslna
- Flokkun og greining tekna og gjalda í búrekstri
- Reikningagerð og virðisaukaskattur
- Laun og launavinnslur
- Skýrslur, afstemmingar og undirbúningur fyrir skattaskil
- Yfirlit yfir notkun bókhaldsforrita eins og DK Búbót
FYRIR HVERJA?
Námskeiðið er ætlað:
- Bændum og aðilum í búrekstri
- Nýliðum í landbúnaði og þeim sem eru að taka við búi
- Öllum sem vilja fá betri yfirsýn yfir fjármál búsins og skilja bókhaldið á skýran hátt
- Þeim sem vilja undirbúa sig fyrir námskeið í DK Búbót
Ekki er krafist reynslu í færslu á bókhaldi.
KENNSLUFYRIRKOMULAG
Námið er kennt í fjarkennslu og opnar á fyrirlestra og verkefni kl. 09.00 fimmtudaginn 15. janúar og hafa nemendur 1 viku til að tileinka sér námsefnið eða til 21. janúar kl. 23.59. Upptökur af fyrirlestrum, 2 verkefni og úrlausnir á verkefnum eru aðgengileg á kennsluvef skólans allan sólarhringinn meðan á námskeiðinu stendur.
Aðgengi að fyrirlestrunum verður opið í eina viku eins og áður segir og geta nemendur hlustað á fyrirlestrana eins oft og þau kjósa til að rifja upp og tileinka sér námsefnið.
KENNARI
Ólafur Haukur Magnússon, M.Acc., aðjúnkt við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ólafur Haukur hefur margra ára reynslu af fjármálum og rekstri og hefur lengi kennt námskeiðin Bókhald í búrekstri og Fjárhagsbókhald við LbhÍ.
NÁMSKEIÐ Í BOÐI
15.-21. janúar 2026 í fjarkennslu á kennsluvef skólans.
VERÐ:
35.000 kr.
Umsókn er ekki staðfest nema gengið sé frá greiðslu í umsóknarferlinu með debet- eða kreditkorti.
– Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið –
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590
