dkBúbót - grunnnámskeið

Um er að ræða hagnýtt námskeið í notkun bókhaldskerfisins dkBúbót sem er sérsniðið að þörfum bænda og rekstraraðila í landbúnaði. Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í bókhaldskerfinu og þeim sem vilja bæta verklag, auka skilvirkni og nýta kerfið betur við daglegan rekstur og skýrslugerð.

Með markvissri notkun dkBúbótar er hægt að auka yfirsýn í rekstri, bæta vinnulag og tryggja betri ákvörðunartöku.

EFNISTÖK NÁMSKEIÐS
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu virkni og verkferla í dkBúbót. Nemendur fá hagnýta leiðsögn og tækifæri til að leysa verkefni í kerfinu.

Bókhaldsþekking er æskileg. Í boði er grunnnámskeið í bókhaldi á vegum Endurmenntunar LbhÍ sem haldið er 15.-21. janúar 2026.

Helstu viðfangsefni:

  • Uppsetning og grunnstillingar í DK Búbót
  • Skráning tekna og gjalda í búrekstri
  • Reikningagerð, virðisaukaskattur og skil
  • Laun og launavinnslur
  • Skýrslur og afstemmingar

FYRIR HVERJA?

  • Bændur og rekstraraðila í landbúnaði
  • Nýliða í rekstri sem vilja læra að nýta DK Búbót í daglegum verkefnum
  • Starfsfólk í bókhaldi og fjármálum

KENNSLUFYRIRKOMULAG
Námskeiðið er 4 klukkustundar langt og kennt á Teams. Áhersla er lögð á að þátttakendur öðlist færni til að nota kerfið sjálfstætt og aðlaga það að eigin rekstri.

KENNARI
Ólafur Haukur Magnússon, M.Acc., aðjúnkt við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Ólafur Haukur hefur margra ára reynslu af fjármálum og rekstri og hefur lengi kennt námskeiðin Bókhald í búrekstri og Fjárhagsbókhald við LbhÍ.

NÁMSKEIÐ Í BOÐI
Námskeiðið er haldið fimmtudaginn 29. janúar frá kl. 13-17 á Teams og fá þátttakendur sendar nánari upplýsingar og tengil á fundinn í tölvupósti eigi síðar en mánudaginn 26. janúar.

VERÐ
35.000 kr.

Umsókn er ekki staðfest nema gengið sé frá greiðslu í umsóknarferlinu með debet- eða kreditkorti.

– Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið – 

Mikilvægar upplýsingar um greiðsluskilmála og greiðslukjör

Endurmenntun LBHÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð

Keldnaholt - 112 Reykjavík

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590

Hvanneyri – 311 Borgarbyggð

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590