Almennar upplýsingar um námið
– Í samstarfi við Búnaðarsamband Eyjafjarðar –
Námskeiðið er sérstaklega ætlað sauðfjárbændum og þeim sem tengjast sauðfjárrækt en er einnig opið öðrum.
Farið verður yfir helstu atriði varðandi fóðrun sauðfjár á mismunandi tímabilum og aldursskeiðum. Sérstaklega verður horft á fóðrun gemlinga, bæði innifóðrun og beit, og farið yfir möguleg viðbrögð og fyrirbyggjandi aðgerðir vegna áhrifa breytilegs árferðis á heyskap og beit.
Horft verður á niðurstöður skýrsluhaldsins með tilliti til árangurs innifóðrunar, svo sem frjósemi og fallþunga. Stuðst verður jöfnum höndum við nýjustu rannsóknarniðurstöður og sígildan fróðleik.
Kennari: Eyjólfur Kristinn Örnólfsson sérfræðingur hjá LbhÍ
Tími: Þriðjudaginn 12. apríl kl. 13 – 17
Staður: Hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, Búgarði, Óseyri 2 Akureyri
Verð: 29.000 kr. (Innifalið í verði eru kennsla og kaffiveitingar)
Minnt er á Starfsmenntasjóð bænda sem vistaður er hjá Bændasamtökum Íslands (www.bondi.is)
Umsókn
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590