Umsókn
Áfanginn er framhald áfangans Formfræði hönnunnar l.
Í gegnum verkefnavinnu er unnið með sköpun og túlkun á markvissan hátt til að dýpka skynjun og auka færni við greiningu og mat á sjónrænum viðfangsefnum landslagshönnunar. Áhrif birtu á rýmisskynjun umhverfis könnuð og rúmtak hluta rannsakað. Varpað er ljósi á sjónræna þætti og myndmál landslags. Til að nálgast sjónrænu þættina er gerð grein fyrir og síðan unnið kerfisbundið eftir aðferðafræði Simon Bell.
Aðferðafræðin byggir á að greina sjónræna grunnþætti í landslagi, þ.e. punkt, línu, flöt og rúmtak. Þessir þættir geta síðan raðast saman og myndað ólíkt sjónrænt munstur
Ýmsar verklegar æfingar sem m.a. leggja áherslu á umhverfisskynjun og hugmyndavinnu út frá náttúrulegum formum í gegnum skissuvinnu, einföld módel og ljósmyndun. Mikil áhersla er á að nota upplýsinga- og tækniumhverfið eins og kostur er.
Námskeiðið er 7 vikna langt og kennt í staðnámi hjá LBHÍ á Hvanneyri í Borgarfirði vorið 2024. Stundaskrá er auglýst þegar nær dregur námskeiði.
Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í meistaranám í Skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemendur sem uppfylla öll skilyrði til próftöku gefst kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs.
Námskeiðið er á BS stigi og metið til 4 ECTS eininga. Stundaskrá námskeið verður birt um miðjan febrúar.
Kennari: Helena Guttormsdóttir lektor í landslagsarkitektúr hjá Landbúnaðarháskóla Íslands
Tími: 7 vikna námskeið á seinni stuttönn vorið 2024, kennsla er frá miðjum mars fram í byrjun maí.
Staður: Kennt í staðnámi hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri í Borgarfirði
– Við vekjum athygli á að hægt er að um sækja styrk hjá stéttarfélögum fyrir námskeiði eða námi –
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590