Uppbygging ferðamannastaða

Skipulag, hönnun og framkvæmdir á ferðamannastöðum

Almennar upplýsingar

Uppbygging ferðamannastaða
– Skipulag, hönnun og framkvæmdir á ferðamannastöðum

Haldið í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið,
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Byggðaáætlun og Austurbrú.

Námskeiðið er ætlað þeim sem koma að skipulagi, hönnun, framkvæmdum og umsjón ferðamannastaða, þeirra á meðal fulltrúum sveitarfélaga, landeigendum, verktökum, arkitektum, landslagsarkitektum, skipulagsfræðingum og áhugamannafélögum.

Fjallað er um þá skipulags- og undirbúningsvinnu sem þarf að liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast, meðal annars skráningar fornleifa og menningarminja, leyfisveitingar, öryggismál og  fjármögnun verkefna. Einnig verður fjallað  skipulags- og hönnunarferli frá hugmynd til veruleika með það fyrir augum að innviðauppbygging byggist á fagmennsku og vönduðum undirbúningi svo hún hafi ekki í för með sér röskun á náttúru og menningarminjum.

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa öðlast yfirsýn og skilning á ólíkum þáttum skipulags- og hönnunarvinnu sem er undanfari framkvæmda á áfangastöðum.

Fyrirlesarar: Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir verkefnastjóri Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hjá Ferðamálastofu, Gunnar Óli Guðjónsson landslagsarkitekt, Hrólfur Karl Cela arkitekt og meðeigandi Basalts, Hörður Lárusson eigandi Kolofon, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir verkefnastjóri skipulags- og öryggismála hjá Vatnajökulsþjóðgarði, Sólrún Inga Traustadóttir fornleifafræðingur hjá Minjastofnun, Uggi Ævarsson minjavörður hjá Minjastofnun og Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi.

Námsstefnustjóri: Anna María Bogadottir arkitekt, Úrbanistan

Tími: Þri. 20. apríl frá kl. 10.00 – 15.00 hjá LBHÍ á Keldnaholti, Árleyni 22 Reykjavík

Verð

Dagskrá

10.00 – 10.10    Setning – Áshildur Bragadóttir endurmenntunarstjóri LBHÍ
10.10 – 10.50    Framkvæmdasjóður ferðamannastaða – Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir verkefnastjóri Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hjá Ferðamálastofu
10.50 – 11.15     Menningarminjar á framkvæmdastöðum – Sólrún Inga Traustadóttir fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands
11.15 – 11.40      Fyrirhugaðar framkvæmdir á ferðamannastöðum – minjastöðum – Uggi Ævarsson minjavörður Suðurlands hjá Minjastofnun Íslands
11.40 – 12.20    Hönnun baðstaða í íslenskri náttúru – Hrólfur Karl Cela arkitekt FAÍ og meðeigandi Basalt arkitekta
12.20 – 13.00    Hádegishlé / hádegisverður fyrir þá sem eru á Keldnaholti
13.00 – 13.30    Hönnun og landslag – Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi
13.30 – 14.00    Leiðum að markinu! Landvarsla á ferðamannastöðum – Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir verkefnastjóri skipulags- og öryggismála hjá Vatnajökulsþjóðgarði
14.00 – 14.30    Kynning á nýju merkingarkerfi fyrir ferðamannastaði – Hörður Lárusson eigandi Kolofon
14.30 – 15.00    Náttúrustígar, hönnun og uppbygging – Gunnar Óli Guðjónsson landslagsarkitekt
15.00                Námsstefnuslit – Anna María Bogadóttir námsstefnustjóri

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.