Nám fyrir frjótækna

– Réttindanám – 

Umsókn

– ath. ganga þarf frá greiðslu til að staðfesta skráningu –
Umsóknarfrestur til 30. október 2024

– Haldið í samstarfi við Nautastöð BÍ – 

Nám fyrir verðandi frjótækna er ætlað þeim sem hafa áhuga á að læra handbrögð frjótækna og öðlast réttindi til að starfa við kúasæðingar. Námið er einkum ætlað búfræðingum. Takmarkanir eru á fjölda þátttakenda.

Námið skiptist í tvennt. Annars vegar bóklegt undirbúningsnámskeið sem að þessu sinni er kennt á Stóra-Ármóti í Flóa og hins vegar verklega þjálfun sem Nautastöð BÍ (NBÍ) sér um og er ekki hluti af þessu námskeiði.

Bóklegur hluti námsins byggir að mestu á fyrirlestrum sérfræðinga á þáttum sem á einn eða annan hátt snúa að starfi og umhverfi frjótækna. Auk þess er gert ráð fyrir verklegum æfingum á líkani og líffærum og sýnikennslu í meðferð búnaðar til sæðinga.

Um er að ræða fimm daga bóklegt nám. Bóklega námið er metið til tveggja framhaldsskólaeininga (fein) og verklega námið til 0,5 framhaldsskólaeininga. Gert er ráð fyrir að nemandi hafi góða tölvuþekkingu og sé m.a. kunnugur ritvinnslu- og töflureikniforritum og vanur að nota tölvupóst og vafra.

Til að fá formlega vottun sem frjótæknir þarf að ljúka seinni hluta námsins sem er sérsniðin verkleg þjálfun hjá starfsfólki Nautastöðvar BÍ. Sú þjálfun býðst eingöngu þeim sem ráðin verða í laus störf við kúasæðingar.     

– Sjá stundaskrá námsins hér fyrir neðan – 

Kennarar: Charlotta Oddsdóttir dýralæknir, Guðmundur Jóhannesson ráðunautur Ráðgjafamiðstöðvar Landbúnaðarins (RML), Hrafnhildur Baldursdóttir fóðurfræðingur og bóndi, Hermann Árnason frjótæknir, Höskuldur Jensson dýralæknir NBÍ, Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður NBÍ, Unnsteinn Snorri Snorrason bútækniráðgjafi.

Staður: Stóra-Ármóti í Flóa

Tími: 4. – 8. nóvember frá kl. 9 – 16.50 (sjá nánar í stundaskrá)

Verð: 149.000 kr. Innifalið í verði er kennsla, gögn, hádegismatur og kennsluaðstaða. Gisting er ekki innifalin í verði. Verkleg þjálfun að loknu námskeiði hjá Nautastöð BÍ er ekki innifalin í verðinu.

– Við bendum góðfúslega á að hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjaldi hjá flestum stéttarfélögum –  

Stundaskrá

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.