Almennar upplýsingar um námið
– Haldið í samstarfi við Geitfjárræktarfélag Íslands –
Geitafiða (kasmír) er verðmæt afurð íslenskra geita og hefur í gegnum tíðina ekki verið nýtt nema að mjög litlu leiti. Fiðan er afar fíngerð og band sem unnið er úr fiðunni er með því mýksta sem finnst.
Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þá möguleika sem felast í nýtingu á geitafiðu. Á námskeiðinu verður farið yfir aðferðir og aðstöðu við að kemba geitur og undirbúning fyrir vinnslu fiðunnar, auk þess verður farið yfir eiginleika og sérstöðu fiðunnar.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 10 og lágmarksfjöldi 6.
Kennarar: Anna María Lind Geirsdóttir og Anna María Flygenring
Staður: Hlíð, Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Tími: Laugardaginn 14. maí kl. 13 – 17 (6 kennslustundir)
Verð: 36.000 kr. (innifalið í verði er kennsla tveggja sérfræðinga og kaffiveitingar)
Við minnum á Starfsmenntasjóð bænda sem styrkir bændur til að afla sér endurmenntunar, sjá nánar á vef Bændasamtaka Íslands.
Umsókn
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590