Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, í samstarfi við Smalahundafélag Íslands, stendur fyrir grunnnámskeiði í þjálfun Border Collie vinnuhunda helgina 8.-9. nóvember 2025 í Reiðhöll Hestamannafélagsins Neista á Blönduósi.
Í ljósi sögunnar og þróunar búsetu um hinar dreifðu sveitir landsins blasir við að fólki til sveita fækkar og smalamennska verður erfiðari af þeim sökum. Því hafa góðir smalar með vel þjálfaða hunda aldrei verið mikilvægari en einmitt nú. Námskeið þetta er því góð viðleitni við að undirbúa fólk fyrir þessa breyttu tíma og auka sérhæfingu á þessu sviði.
Á þessu grunnnámskeiði í þjálfun Border Collie vinnuhunda mun þjálfari leggja mikla áherslu á einstaklingamiðaða þjálfun þar sem hver og einn hundur og eigandi fá kennslu við sitt hæfi.
EFNISTÖK NÁMSKEIÐS:
- Farið verður yfir lærdómsferli tegundarinnar
- Þjálfunarferlið verður kynnt
- Farið verður yfir helstu skipanir
- Einstaklingsmiðuð þjálfun
- Fræðsla
- Sýnikennsla
KENNARI
Maríus Snær Halldórsson bóndi úr Öxarfirði. Maríus hefur verið viðriðinn hundaþjálfun alla sína tíð og hefur sl. 10 ár keppt reglulega í fjárhundakeppnum með góðum árangri.
NÁMSKEIÐ Í BOÐI
Helgarnámskeið dagana 8. og 9. nóvember, kl. 9-17 báða daga. Hægt er að skrá sig annað hvort með eða án hunds.
KENNSLUFYRIRKOMULAG
Um er að ræða einstaklingsmiðað tveggja daga námskeið sem haldið er í reiðhöll Hestamannafélagsins Neista á Blönduósi (Arnargerði 2-8), sjá leiðavísi hér.
VERÐ
65.000 kr. með hundi – innifalið í verði er kennsla, hádegisverður og kaffiveitingar báða daga. Vinsamlegast athugaðu að innifalið í hverri skráningu er pláss fyrir einn þátttakanda með einn hund báða daga.
32.000 kr. án hunds – innifalið í verði er að fylgjast með kennslunni báða daga, hádegisverður og kaffiveitingar. Vinsamlegast athugaðu að innifalið í hverri skráningu er pláss fyrir einn þátttakanda án hunds báða daga.
Hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiði: 10 með hundi og 5 án hunds.
Umsókn er ekki staðfest nema gengið sé frá greiðslu í umsóknarferlinu með debet- eða kreditkorti.
– Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið –
Endurmenntun LBHÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590
Hvanneyri – 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590
