Námskeið í hænsnahaldi

Umsókn

– Föstudagur 31. janúar kl. 12-17 –

Umsókn

– Laugardagur 8. febrúar kl. 12-17 –

Á námskeiðinu er fjallað um undirbúning hænsnahalds, hvað það er sem gera þarf til að annast hænur og byrja búskap. Fjallað er um reglugerðir, dýravelferð, hvernig leyfi fyrir hænsnahaldi í þéttbýli er til komið og fleira. Enn fremur er örstutt kynning á Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna (ERL), saga félagsins í stuttu máli, ábyrgð félagsins, ræktunarmarkmið, vottun og sala.

Þetta er hnitmiðað námskeið um allt sem mestu skiptir við eldi og ræktun landnámshænsna á smáum hænsnabúum, t.d. í þéttbýli.

FJALLAÐ ER UM

  • Hænurnar sjálfar og ungana, eggin, útungun og þroska fósturs
  • Umhirðu eggja til útungunar og neyslu
  • Undirstöðuna til að unga út, vélakost ofl.
  • Unga, klak, fyrstu daga ungans, fóðrun, umhirðu og kyngreiningu
  • Hænsnavelferð, eftirlit með dýrunum, fóðrun og brynningu
  • Húsakost og aðbúnað
  • Umhirðu hænsnanna, daglega, vikulega og árstíðabundna
  • Sjúkdóma og varnir
  • Hvernig best má njóta samvista við hænsn og unga
  • Gagnlegar pælingar um hænsnahald, m.a. í þéttbýli
  • Sögu landnámshænunnar, ábyrgð ræktandans og samfélagið

Einnig er boðið upp á fyrirspurnir og ráðgjöf.

FYRIR HVERJA
Námskeiðið hentar vel fyrir eigendur hænsna í borgum og bæjum og þá sem vilja hefja slíkt hænsnahald, starfsmenn sveitarfélaga (heilbrigðisfulltrúa), bændur og annað áhugafólk um landnámshænur.

KENNARI
Kennari  á námskeiðinu er Jóhanna Harðardóttir en hún var einn helsti hvatamaður að stofnun Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna (ERL) á sínum tíma. Jóhanna hefur unnið ötult starf í kringum íslensku landnámshænuna og átti meðal annars heiðurinn af ritun og útgáfu blaðs um landnámshænuna sem kom fyrst út á fyrsta ári eftir stofnun félagsins. Jóhanna situr í stjórn ERL.

TVÖ NÁMSKEIÐ Í BOÐI
Föstudaginn 31. janúar kl. 12-17
Laugardaginn 8. febrúar kl. 12-17

KENNSLUFYRIRKOMULAG
Um er að ræða námskeið sem haldið er hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík, Árleyni 22. Boðið er upp á kaffiveitingar á námskeiðinu.

VERÐ 29.000 kr.


Umsókn er ekki staðfest nema gengið sé frá greiðslu í umsóknarferlinu með debet- eða kreditkorti.

– Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið – 

Skráning og nánari upplýsingar eru hér fyrir ofan.

Upplýsingar um greiðsluskilmála og greiðslukjör

Endurmenntun LBHÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.

Hvanneyri – 311 Borgarbyggð

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590