Umsókn
– Opið fyrir skráningar til 15. ágúst –
Á námskeiðinu er byrjað á að fjalla um skaða vegna ólífrænna umhverfisþátta svo sem veðurs, með áherslu á frostskemmdir. Gefin verður innsýn í heim örvera og smádýra sem skaða plöntur, áhrifum skaðvaldanna á plönturnar og vörnum plantna gegn þeim verður einnig lýst.
Fjallað er um lífrænar varnir og gagnlegar örverur og smádýr og á síðari hluta námskeiðsins verða skaðar á einstökum tegundum og ættkvíslum teknir fyrir, m.a. sjúkdómar og meindýr á mikilvægum plöntutegundum og ættkvíslum hér á landi.
Skaðar í plöntuuppeldi eru ræddir og farið yfir lög og reglugerðir sem snerta plöntuheilbrigði.
Við lok námskeiðsins eiga nemendur að hafa tileinkað sér víðtæka þekkingu og skilning á þeim umhverfisþáttum og lífverum sem hafa áhrif á plöntuheilbrigði, og þekkja orsakir og alla algenga skaða á helstu tegundum nytjaplantna sem vaxa hér á landi.
Námskeiðið er á BS stigi og metið til 4 ECTS eininga. Kennsla hefst miðvikudaginn 21. ágúst og lýkur miðvikudaginn 2. október. Stundaskrá má nálgast hér.
Verkefnavinna vegur 30% af lokaeinkunn og lokapróf 70%. Nemendur verða að mæta í tvær verklegar æfingar.
Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í BS nám við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Kennarar eru Brynja Hrafnkelsdóttir gestalektor hjá LBHÍ og umsjónarkennari námskeiðsins, Edda Sigurdís Oddsdóttir, Halldór Sverrisson og Þórhildur Ísberg.
Tími: Kennsla hefst mið. 21. ágú. og lýkur mið. 2. okt. skv. stundaskrá
Staður: Tvær staðarlotur með skyldumætingu og fjarkennsla á Teams
Verð: 44.000 kr.
– Athygli er vakin á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið á háskólastigi –
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590