Búnaðarsamböndum stendur til boða námskeið um jarðvinnslu og áburðargjöf í samstarfi við Endurmenntun LBHÍ frá 8. – 20. apríl. Námskeiðið er haldið í húsnæði hjá viðkomandi búnaðarsambandi sem einnig sér um að ákveða fjölda þátttakenda. Hóflegt gjald er tekið fyrir námskeiðið og gert ráð fyrir að námskeiðið sé haldið milli 13-17 eða 16-20 í miðri viku.
Haukur Þórðarson kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands mun mæta á svæðið og veita ráðgjöf og fræðslu um mikilvægi vandaðrar jarðvinnslu í landbúnaði, beitingu jarðvinnsluvéla, skynsemi við beitingu þeirra og stillingar og vinnu við jarðvinnslutækni. Einnig mun hann ræða um áburð, áburðardreifingu og nýtingu áburðar og gefið verður gott svigrúm fyrir umræður og fyrirspurnir.
Allar nánari upplýsingar veitir Áshildur Bragadóttir endurmenntunarstjóri í s. 782 1202 eða á netfangið ashildur@lbhi.is
Kennari: Haukur Þórðarson leiðbeinandi við Landbúnaðarháskóla Íslands
Staður: Hjá viðkomandi búnaðarsambandi
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590